Handbolti

Valur og Grótta án lykilmanna á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þráinn verður ekki með Gróttu gegn Akureyri á morgun.
Þráinn verður ekki með Gróttu gegn Akureyri á morgun. vísir/ernir
Valur og Grótta verða án lykilmanna í næstu umferð Olís-deildar karla í handbolta.

Elvar Friðriksson verður ekki með Val þegar bikarmeistararnir sækja ÍBV heim á morgun. Elvar var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ í gær en hann hlaut útilokun með skýrslu vegna brots á síðustu mínútu í leik Aftureldingar og Vals á fimmtudaginn.

Þráinn Orri Jónsson, varnarjaxl Gróttu, fékk sömuleiðis eins leiks bann vegna brots á síðustu mínútu í leik Gróttu og ÍBV 10. mars. Grótta getur því ekki nýtt krafta Þráins þegar liðið tekur á móti Akureyri á morgun.

Þremur umferðum er ólokið í Olís-deildinni en deildakeppninni lýkur um mánaðarmótin. Úrslitakeppnin hefst svo um miðjan apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×