Handbolti

FH upp í fjórða sætið | Stórsigur Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Haukur Baumruk skoraði fimm mörk í kvöld.
Adam Haukur Baumruk skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/ernir
FH vann Aftureldingu, 25-23, í Olís-deild karla í handbolta í kvöld og komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar.

FH-ingar hafa verið á miklum skriði á undanförnu og hafa fengið næst flest stig allra liða eftir EM-fríið.

Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson voru markahæstir FH-inga í Mosfellsbænum í kvöld með átta mörk hvor en þeir Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Aftureldingu.

Nýrkýndir deildarmeistarar Hauka pökkuðu Fram saman, 39-25, í Safamýri í kvöld þar sem Hákon Daði Styrmisson fór á kostum og skoraði ellefu mörk fyrir Hauka.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson bætti við átta mörkum fyrir Hauka en Óðinn Ríkharðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×