Stærsti dagur kosningabaráttunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. mars 2016 07:00 Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. Visir/EPA Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram. Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram.
Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira