Einkarekstur ekki rétta leiðin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar