Sport

Wladimir Klitschko staddur á Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wladimir Klitschko var heimsmeistari í rúman áratug.
Wladimir Klitschko var heimsmeistari í rúman áratug. vísir/getty/twitter
Wladimir Klitschko, fyrrverandi þungavigtar heimsmeistari í hnefaleikum, er staddur á Íslandi.

Hann birti myndir af sér í gær á Nesjavöllum þar sem hann hélt tölu á ION-hótelinu, en þar var samfélagsmiðillinn LinkedIn með svokallað Career Coaching-námskeið.

Þessi magnaði 39 ára gamli boxari kíkti auðvitað á Geysi. Hann birti myndband af sér við hann og skrifaði: „Móðir náttúra er svo mögnuð og falleg á Íslandi.“

Wladimir Klitschko réð ríkjum í þungavigtinni í mörg ár, en hann var taplaus frá október 2004 og allt þar til í nóvember á síðasta ári þegar hann tapaði fyrir Bretanum Tyson Fury.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×