Erlent

Breivik kvartar yfir slæmum aðbúnaði

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.
Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Vísir/EPA
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur sakað norsk stjórnvöld um ómannúðlega mennferð á sér þar sem hann dvelur nú í öryggisfangelsi í bænum Skein. Hann var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2011 fyrir morðin á sjötíu og sjö manns í Útey.

Hann hefur nú höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þeirrar meðferðar sem hann segist sæta sem hann segir klárt brot á mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. Dómsmálaráðherra Noregs hefur hinsvergar þvertekið fyrir að morðinginn sæti illri meðferð og bendir á að hann hafi til að mynda aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum. Allur hans aðbúnaður sé fullkomlega í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og vel það raunar. Hann hefur til að mynda þrjá klefa til umráða innan fangelsisins, einn til að sofa í, annan til að stunda nám í og þann þriðja til að stunda líkamsrækt í.

Hann er hinsvegar ekki í neinu samneyti við aðra fanga og hittir því aðeins fangaverði. Það er þó hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem yfirvöld óttast að aðrir fangar muni hefna fyrir ódæðið sem hann framdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×