Samningarnir fara fyrir Alþingi, segir ráðherra Valgerður Bjarnadóttir skrifar 3. mars 2016 00:00 Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar