Stöndum vörð um grundvöll rammaáætlunar Tryggvi Felixson skrifar 3. mars 2016 00:00 Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar