Bíó og sjónvarp

Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek.
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek. Vísir/HBO
Það styttist óðum í að sjötta þáttaröð af Game of Thrones verði frumsýnt og HBO, framleiðendandi þáttanna, vill ekki að neitt leki út fyrir frumsýningu. Hefur því verið ákveðið að gagnrýnendur og fjölmiðlar fái ekki eintök af þáttunum áður en að þeir fara í almennar sýningar.

Það er víðtekin venja í sjónvarpsiðnaðinum að gagnrýnendur og fjölmiðlar fái eintök af vinsælum þáttum áður en að þeir fara í almennar sýningar. Er þetta gert svo að hægt sé að birta umfjöllun um hvern þátt um leið og hann er sýndur.

Fyrir fimmtu þáttaröðina sem frumsýnd var á síðasta ári gerðist það hinsvegar að óprúttinn aðili lak slíkum eintökum sem hann hafði fengið fyrirfram, á netið. Var því fyrri helmingur þáttaraðarinnar aðgengilegur langt á undan áætlun.

Þetta sættu umsjónarmenn þáttanna, D.B. Weiss og David Benioff, sig ekki við og tóku þeir því þessa ákvörðun. Benioff er raunar svo mikið í mun um að sem minnst leki að eiginkona hans fær ekkert að vita um framvindu þáttanna.

Þátturinn verður frumsýndur í Bandaríkjunum þann 24. apríl næstkomandi og er hann sýndur á Stöð 2. Sem fyrr er Íslandstengingin sterk í þáttunum en að þessu sinni leika Jóhannes Haukur Jóhannesson og hljómsveitin Of Monsters and Men hlutverk í þáttunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.