Handbolti

Bikarblús hjá bæði Val og Gróttu | FH vann á Hlíðarenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir FH í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir FH í kvöld. Vísir/Pjetur
FH vann óvæntan en sannfærandi sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Valshöllinni á Hlíðarenda í kvöld.

FH vann leikinn með fimm marka mun, 28-23, en Hafnarfjarðarliðið var sex sætum og fjórtán stigum á eftir Valsliðinu fyrir leikinn.

FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, og gat leyft sér að klikka á tveimur af þremur vítum sínum í leiknum.

Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson, sonur Kristján Arasonar, skoraði fimm mörk í leiknum og stóð sig mjög vel.

Þetta var erfitt kvöld fyrir bæði bikarúrslitaliðin því Grótta steinlá á heimavelli á móti ÍR með átta mörkum en þetta var fyrsti sigur ÍR-inga á árinu 2016.



Valur - FH 23-28 (13-15)

Mörk Vals: Geir Guðmundsson 8, Sveinn Aron Sveinsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Orri Freyr Gíslason 2, Ýmir Örn Gíslason 2, Atli Már Báruson 1, Daníel Þór Ingason 1.

Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 9, Ásbjörn Friðriksson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Ágúst Birgisson 2, Benedikt Reynir Kristinsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Andri Berg Haraldsson 1.



Grótta - ÍR 22-30 (7-14)

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 7, Júlíus Þórir Stefánsson 3, Daði Laxdal Gautason 3, Guðni Ingvarsson    2

Viggó Kristjánsson 2, Þórir Jökull Finnbogason 1, Aron Dagur Pálsson 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Styrmir Sigurðsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Mörk ÍR: Jón Kristinn Björgvinsson 8, Aron Örn Ægisson 6

Sturla Ásgeirsson 5, Davíð Georgsson 4, Ingi Rafn Róbertsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Baníel Berg Grétarsson 1, Svavar Már Ólafsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×