Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:30 Skammdegið Síðustu viku hef ég eytt lárétt, haltrandi og töluvert örg eftir að hið margumrædda brunasár var dæmt skurðtækt og í kjölfarið fjarlægt. Nú blasir við bjartari tíð og ég get bráðum farið að tala um eitthvað annað, vinum og vandamönnum til mikillar gleði, geri ég ráð fyrir. Svo var líka að koma mars og bara orðið bjart á morgnana og svona. Ég kippi mér reyndar ekkert sérstaklega mikið upp við skammdegið. Mér líður nefnilega alltaf eins og gullverðlaunahafa í þessu sem í daglegu tali er kallað lífið þegar ég vakna á morgnana og það er enn dimmt úti. Það að ég sé í flestum tilfellum að vakna sirka korteri of seint má bara liggja á milli hluta. Það er nefnilega svo geggjað að rífa upp augun og finnast maður vera algjör helvítis hetja. Þegar það er orðið bjart þegar ég vakna upplifi ég bara ekki sömu sætu sigurtilfinningu og mér líður bara eins og ég hefði átt að vakna á slaginu sex, henda í nokkrar jógapósur í stofunni, hella upp á Bulletproof-kaffi og hræra í einhvern meinhollan, óætan en samfélagsmiðlavænan chia-graut. Fjarlægur draumur sem mun sjálfsagt aldrei verða að veruleika. Skammdegið fer því ekkert sérstaklega mikið í taugarnar á mér, mér finnst það bara frekar notalegt og kósí. Plús það að maður þarf minna að þurrka af þegar það er dimmt, rykið sést miklu síður. Pottaplönturnar mínar eru ekki sammála mér. Ég safna nefnilega líka svoleiðis, með sérstakri áherslu á þykkblöðunga og kaktusa. Plönturnar hafa verið heldur framlágar síðustu mánuði og tvær hafa sagt skilið við sitt jarðneska líf. Það er auðvitað alveg ferlegt, dregur smá úr eigandanum og fær hann til þess að efast um fullorðinstitilinn sem fylgir hækkandi aldri. Ég er samt búin að vera dugleg við að stappa í þær stálinu og beita öllum mínum sannfæringarkrafti til þess að fullvissa þær um að von sé á betri tíð.Hlaðvörp Ég skil ekki hvernig ég kom hinum ýmsu heimilisstörfum í verk áður en hlaðvörp urðu hluti af lífi mínu. Ég á líka erfitt með að muna hvernig ég festi svefn áður en ég byrjaði að hlusta á þau. Fullkomlega þess virði þó ég ranki stundum við mér í óþægilega ákafri andnauð sökum hvítu heyrnartólasnúrunnar sem hefur vafið sig hring eftir hring í kringum hálsinn á mér á meðan ég lét ómþýða rödd Ira Glass svæfa mig. Eða kannski var það snúran sem svæfði mig.Netverslun Í upphafi nýs mánaðar hef ég alls konar ótrúlegar hugmyndir um alls konar eitthvað sem ég ætla að nýta nýlega jákvæða stöðuna á heimabankanum í. Ég svoleiðis fletti alls konar upp á netinu og verð uppveðruð og dáldið æst. Svo ætla ég auðvitað líka að eyða í upplifanir enda á ég þann samnefnara með sjálfsagt flestum að mér finnst gaman að upplifa. Sérstaklega skemmtilega hluti. Það verður hins vegar sjaldan úr þessum draumórafjárfestingum mínum en flestar snúa þær að viðskiptum við netverslanir. Ég hef nefnilega aldrei keypt neitt á netinu. Ég veit alveg að það er ekkert ótrúlega erfitt að láta þennan draum rætast og mjög margir gera það mjög oft. Ég bara guggna einhvern veginn alltaf á endanum. Þess vegna var það áramótaheitið mitt að fjárfesta í einhverju á netinu, auk þess að drekka meira vatn. Núna er þetta líka orðið þannig að mér líður eins og mín fyrsta fjárfesting á netinu þurfi að vera eitthvað alveg ótrúlegt, stórkostlegt og einstakt þannig að ég er komin í algjöra dílemmu með þetta. Svo ofpeppast ég stundum dáldið – var til dæmis orðin talsvert æst um daginn þegar ég ætlaði að fara að fjárfesta í einhverjum fimm hundruð stykkjum af eðalsteinum sem ferja átti frá Kína í 101 Reykjavík og ég hafði ekki nokkra einustu hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við. Þeir voru bara svo fallegir á litinn. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Skammdegið Síðustu viku hef ég eytt lárétt, haltrandi og töluvert örg eftir að hið margumrædda brunasár var dæmt skurðtækt og í kjölfarið fjarlægt. Nú blasir við bjartari tíð og ég get bráðum farið að tala um eitthvað annað, vinum og vandamönnum til mikillar gleði, geri ég ráð fyrir. Svo var líka að koma mars og bara orðið bjart á morgnana og svona. Ég kippi mér reyndar ekkert sérstaklega mikið upp við skammdegið. Mér líður nefnilega alltaf eins og gullverðlaunahafa í þessu sem í daglegu tali er kallað lífið þegar ég vakna á morgnana og það er enn dimmt úti. Það að ég sé í flestum tilfellum að vakna sirka korteri of seint má bara liggja á milli hluta. Það er nefnilega svo geggjað að rífa upp augun og finnast maður vera algjör helvítis hetja. Þegar það er orðið bjart þegar ég vakna upplifi ég bara ekki sömu sætu sigurtilfinningu og mér líður bara eins og ég hefði átt að vakna á slaginu sex, henda í nokkrar jógapósur í stofunni, hella upp á Bulletproof-kaffi og hræra í einhvern meinhollan, óætan en samfélagsmiðlavænan chia-graut. Fjarlægur draumur sem mun sjálfsagt aldrei verða að veruleika. Skammdegið fer því ekkert sérstaklega mikið í taugarnar á mér, mér finnst það bara frekar notalegt og kósí. Plús það að maður þarf minna að þurrka af þegar það er dimmt, rykið sést miklu síður. Pottaplönturnar mínar eru ekki sammála mér. Ég safna nefnilega líka svoleiðis, með sérstakri áherslu á þykkblöðunga og kaktusa. Plönturnar hafa verið heldur framlágar síðustu mánuði og tvær hafa sagt skilið við sitt jarðneska líf. Það er auðvitað alveg ferlegt, dregur smá úr eigandanum og fær hann til þess að efast um fullorðinstitilinn sem fylgir hækkandi aldri. Ég er samt búin að vera dugleg við að stappa í þær stálinu og beita öllum mínum sannfæringarkrafti til þess að fullvissa þær um að von sé á betri tíð.Hlaðvörp Ég skil ekki hvernig ég kom hinum ýmsu heimilisstörfum í verk áður en hlaðvörp urðu hluti af lífi mínu. Ég á líka erfitt með að muna hvernig ég festi svefn áður en ég byrjaði að hlusta á þau. Fullkomlega þess virði þó ég ranki stundum við mér í óþægilega ákafri andnauð sökum hvítu heyrnartólasnúrunnar sem hefur vafið sig hring eftir hring í kringum hálsinn á mér á meðan ég lét ómþýða rödd Ira Glass svæfa mig. Eða kannski var það snúran sem svæfði mig.Netverslun Í upphafi nýs mánaðar hef ég alls konar ótrúlegar hugmyndir um alls konar eitthvað sem ég ætla að nýta nýlega jákvæða stöðuna á heimabankanum í. Ég svoleiðis fletti alls konar upp á netinu og verð uppveðruð og dáldið æst. Svo ætla ég auðvitað líka að eyða í upplifanir enda á ég þann samnefnara með sjálfsagt flestum að mér finnst gaman að upplifa. Sérstaklega skemmtilega hluti. Það verður hins vegar sjaldan úr þessum draumórafjárfestingum mínum en flestar snúa þær að viðskiptum við netverslanir. Ég hef nefnilega aldrei keypt neitt á netinu. Ég veit alveg að það er ekkert ótrúlega erfitt að láta þennan draum rætast og mjög margir gera það mjög oft. Ég bara guggna einhvern veginn alltaf á endanum. Þess vegna var það áramótaheitið mitt að fjárfesta í einhverju á netinu, auk þess að drekka meira vatn. Núna er þetta líka orðið þannig að mér líður eins og mín fyrsta fjárfesting á netinu þurfi að vera eitthvað alveg ótrúlegt, stórkostlegt og einstakt þannig að ég er komin í algjöra dílemmu með þetta. Svo ofpeppast ég stundum dáldið – var til dæmis orðin talsvert æst um daginn þegar ég ætlaði að fara að fjárfesta í einhverjum fimm hundruð stykkjum af eðalsteinum sem ferja átti frá Kína í 101 Reykjavík og ég hafði ekki nokkra einustu hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við. Þeir voru bara svo fallegir á litinn.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30