Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2016 10:06 Donald Trump ávarpar stuðningsmenn sína í Louisiana vísir/epa Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53