Bíó og sjónvarp

Jackie Chan „algjör toppnáungi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jackie Chan er kominn og farinn.
Jackie Chan er kominn og farinn. vísir
Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. Hann varði síðasta deginum í Reykjavík þar sem hann verslaði og fór út að borða.

Chan, sem er 62 ára, var sérstaklega vel liðinn af þeim Íslendingum sem aðstoðuðu tökuliðið á meðan á dvöl þess hér á landi stóð. „Hann er algjör toppnáungi,“ sagði einn heimildarmaður Vísis en Chan er einn tekjuhæsti leikarinn í Hollywood.

Í lokapartýinu, svokölluð wrap-up partýi, sem haldið var eftir að tökum lauk rötuðu nokkrir glæsilegir jakkar til íslenskra aðstoðarmanna. Einn þeirra, sem er framleiddur af Jackie Chan, rataði til Jóns Viðars Arnþórssonar, formanns Mjölnis.

Jón Viðar er mikill aðdáandi Kung Fu og Chan. Hann var upp með sér að fá að hitta goðsögnina sem hann segir eiga stóran part í Mjölni og öllum þeim bardagasenum sem Jón Viðar hafi sett upp í íslenskum kvikmyndum.

Jón Viðar birti mynd af sér í jakkanum sem sjá má hér að neðan.

Já ég hitti átrúnaðargoðið mitt í gær og já ég er í úlpunni hans!!!! JACKIE CHAN! Þegar ég var unglingur: 1. Eyddi ég öllum peningunum mínum í að kaupa gamlar Kung Fu myndir á VHS með Jackie Chan. 2. Ég eyddi miklum tímanum á hverjum degi í að horfa á myndirnar hans aftur og aftur, auk þess að æfa. Enda var ég bara með 50% mætingu í skólanum! 3. Ég las ævisöguna hans þótt ég læsi aldrei bækur og væri með 2,5 í meðaleinkun í ensku. 4. Ég reyndi að apa allt eftir honum, því ég dýrkaði hann. Enda er hann ein fremsta kvikmyndabardagastjarna heims og lang flottasti stunt leikari allra tíma. Hann á því stóran part í Mjölni og öllum þeim bardaga/ofbeldissenum sem ég hef sett upp í íslenskum kvikmyndum. Einn af mínum bestu vinum, Páll Bergmann, var að keyra Jackie Chan í 10 daga á meðan að Jackie vann að nýjust kvikmynd sinni hér á Íslandi. Goðsögnin var auðvitað hrifin af Palla, bara eins og allir, fór úr úlpunni sinni, áritaði hana og gaf Palla hana. Palli gaf mér úlpuna svo í gærkvöldi. Er hægt að byðja um betri vin? Ég næstum því táraðist og það þarf mikið til að svo gerist! Takk elsku Palli, ég mun hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt!! #jackiechan #mjolnirmma #stunts #kungfu #drunkenmaster

A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.