Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði Jón Atli Benediktsson skrifar 20. febrúar 2016 17:06 Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun