Innlent

Píratar fara ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja líka á þingi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá félagsfundi Pírata.
Frá félagsfundi Pírata.
Píratar munu ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja jafnframt sem þingmenn. Þessi stefna var samþykkt í kosningakerfi flokksins og er því orðið að stefnu. Ályktunin er frekar einföld og hljóðar: „Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.“

Flokkurinn hefur undanfarið mælst sá stærsti, með um fjörutíu prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Kosningar eru eftir rúmt ár og ef fer sem horfir mun hugsanlega reyna á stjórnarmyndunarviðræður á milli Pírata og annars flokks.

Hingað til hefur hlutfall utanþingsráðherra verið lágt. 

Það er þó tilfellið í núverandi ríkisstjórn en Ólöf Nordal innanríkisráðherra á ekki sæti á þingi. Í vinstristjórninni sátu tveir utanþingsráðherrar; Gylfi Magnússon, sem var viðskiptaráðherra, og Ragna Árnadóttir, sem var dómsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×