Lífið

Baltasar og samstarfsmenn fagna í eigin partýi á sunnudag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tökulokapartý vegna myndarinnar Eiðurinn verður haldið á sama tíma og Edduverðlaunin.
Tökulokapartý vegna myndarinnar Eiðurinn verður haldið á sama tíma og Edduverðlaunin. Vísir
Á sama tíma og Edduverðlaunahátíðin er haldin verður Baltasar Kormákur og samstarfsmenn hans við gerða myndarinnar Eiðurinn í öðru partýi annars staðar í bænum. Nútíminn greindi fyrst frá.

„Ég er í tökum á mynd sem heitir Eiðurinn og það er til siðs að þegar tökur lýkur, og tökum lýkur akkúrat á sunnudag, að haldið „wrappartý“,“ segir Baltasar í samtali við Vísi um partýið. 

„Þeir sem eru að fara á Edduna koma bara eftir Edduna til okkar. Það er kannski tuttugu prósent af fólkinu. Allir mjög sáttir við það,“ segir hann.

Baltasar segir að þetta hafi verið eini dagurinn til að halda partýið þar sem hann fer af landi brott strax eftir helgi.

Tvö verkefni frá Baltasari eru tilnefnd á Eddunni; sjónvarpsþættirnir Ófærð og kvikmyndin Fúsi. Sjálfur getur Baltasar þó ekki svarað því hvort hann muni mæta á Edduhátíðina. 

„Það getur vel verið ef ég er búinn í tökum nógu snemma, ég veit ekki hvenær tökum líkur,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×