Enski boltinn

Arsenal-menn uxa-lausir næstu vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. Vísir/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain er meiddur á hné og verður ekki með Arsenal-liðinu á næstunni en þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag.

Alex Oxlade-Chamberlain meiddist á hné eftir samstuð við Javier Mascherano í 2-0 tapi Arsenal á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.

Oxlade-Chamberlain reyndi að harka af sér en þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Staðan var þá enn markalaus.

Fyrsti leikurinn sem Oxlade-Chamberlain er stórleikur á móti Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

„Þetta er alvarleg meiðsli og hann verður úr leik í nokkrar vikur. Hann er hjá sérfræðingi núna og vonandi fáum við góðar fréttir," sagði Arsene Wenger.

Hinn 22 ára gamli Oxlade-Chamberlain hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tímabil en var búinn að vera leikfær síðan í nóvember.

„Þetta eru ný meiðsli. Ég held ekki að þetta hafi verið illkvittin tækling hjá Mascherano en hann fór á fullu í hann. Við skulum vona að þetta verði aðeins tvær til þrjár vikur en ekki sex eða sjö vikur," sagði Wenger.

Oxlade-Chamberlain er með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 33 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann skoraði sitt eina deildarmark í sigri á Bournemouth á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×