Haukar með sex leikja tak á Valsmönnum fyrir stórleik dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 14:30 Janus Daði Smárason hefur skorað 24 mörk fyrir Hauka í þremur sigurleikjum á móti Val á þessu tímabili. Vísir/Anton Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16) Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16)
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45
Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00