Körfubolti

Karisma fór á kostum í öruggum sigri á Keflavík | Úrslit dagsins

Karisma Chapman í leiknum í kvöld.
Karisma Chapman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34.

Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann.

Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri.

Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.

Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/Anton
Þá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af.

Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur.

Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri.

Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.

Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)

Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.

Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.

Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)

Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.

Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×