Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 29. febrúar 2016 20:30 Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og var sigur þeirra rauðu aldrei í hættu. Haukar eru því komnar með 34 stig rétt eins og Snæfellingar sem eru á toppi deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jafnræði var á með liðunum í blábyrjun leiksins og var staðan 4-4 og síðan 7-6 fyrir Hauka. Þá fóru þær rauðu í gang og Chelsie Schweers stýrði leik Hauka einstaklega vel. Það leið ekki að löngu þar til munurinn var kominn yfir tíu stig og var staðan 24-13 eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta var munurinn orðin fimmtán stig 29-14 og það leit út fyrir að Haukar væru að fara rúlla fyrir heimamenn. Stjarnan hrökk þá í einhvern gír og minnkaði fljótlega muninn í átta stig, 29-21. Þær rauðu skiptu bara í annan gír eftir þetta litla áhlaup Stjörnunnar og var munurinn allt í einu orðin 21 stig þegar fyrri hálfleikurinn var búinn, 44-23. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki við fyrir heimamenn og héldu Haukar bara áfram að auka við forskot sitt. Það var samt sem áður alltaf mikil barátta í liði Stjörnunnar og gáfust stelpurnar aldrei upp. Getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill og átti Stjarnan aldrei möguleika í þessum leik. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu að lokum auðveldan sigur, 66-86, og jöfnuðu Snæfellinga að stigum í deildinni. Stjarnan barðist hetjulega undir lok leiksins en munurinn var alltaf og mikill. Haukar og Snæfell eru með 34 stig en liðin mætast einmitt í næstu umferð í Dominos deildinni. Sá leikur fer fram þann 9. mars.Stjarnan-Haukar 66-86 (13-24, 10-20, 20-13, 23-29) Stjarnan: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Kristmundsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 8, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6.Haukar: Chelsie Alexa Schweers 25/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 6/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2. Helena: Næsti leikur er algjör úrslitaleikur„Við erum að koma til baka úr landsliðshléi og vissum að þetta yrði nokkuð erfiður leikur,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við höfum lítið náð að æfa saman undanfarið og það hafa verið töluvert veikindi í hópnum. Það var því gott að vinna þennan leik.“ Helena lék ótrúlega vel gegn Ungverjaland í síðustu viku. „Þetta var frábær sigur hjá okkur í síðustu viku og maður þurfti nokkra daga til að njóta hans. Nú tekur deildin við og það var gaman að hitta stelpurnar aftur.“ Helena segir að góður varnarleikur hafi lagt gruninn af sigrinum í kvöld. Haukar taka á móti Snæfellingum 9. mars. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þann leik. Þetta er í raun einskonar úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.“ Eva María: Við eigum fullt inniEva María Emilsdóttir sækir að körfu Hauka í leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Við þurfum að stíga betur út, það vantaði hjá okkur í kvöld,“ segir Eva María Emilsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í kvöld. „Þær fá alltaf nokkur tækifæri í hverri sókn og það er of dýrt á móti svona liði. Við vorum einnig að tapa boltanum frá okkur allt of oft." Eva María segir að Stjarnan eigi fullt inni og staðan í deildinni gefi ekki rétt mynd. „Við skiptum um þjálfara fyrir þremur vikum og hann er að koma með nýja hluti inn í dæmið hjá okkur. Á góðum degi getum við alveg verið inn í svona leik.“ Jóhanna: Spilum alltaf vel þegar við skemmtum okkur„Þetta var aldrei auðveldur sigur og maður er alltaf skíthræddur fyrir alla leiki,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir, eftir sigurinn. „Þetta mallaði bara vel hjá liðinu í kvöld og þegar við höfum svona gaman af hlutunum þá gengur okkur alltaf vel. Maður verður að hafa gaman af körfuboltanum og það er uppskriftin okkar, þá náum við að njóta okkur. Þegar við gerum það ekki verðum við stressaðar og spilum verr.“ Jóhanna segir að næsti leikur sé risaleikur. „Þetta verður risaleikur eins og allir leikirnir okkar sem við eigum eftir. Við megum ekkert misstíga okkur. Þetta er bara spurning að verða deildarmeistarar.“Bein lýsing: Stjarnan - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Bryndís Hanna Hreinsdóttir reynir hér að komast framhjá Haukakonunni Pálínu Gunnlaugsdóttur.Vísir/AntonJóhanna Björk Sveinsdóttir.Vísir/AntonHelena Sverrisdóttir.Vísir/Antonvísir/anton brink Dominos-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og var sigur þeirra rauðu aldrei í hættu. Haukar eru því komnar með 34 stig rétt eins og Snæfellingar sem eru á toppi deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jafnræði var á með liðunum í blábyrjun leiksins og var staðan 4-4 og síðan 7-6 fyrir Hauka. Þá fóru þær rauðu í gang og Chelsie Schweers stýrði leik Hauka einstaklega vel. Það leið ekki að löngu þar til munurinn var kominn yfir tíu stig og var staðan 24-13 eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta var munurinn orðin fimmtán stig 29-14 og það leit út fyrir að Haukar væru að fara rúlla fyrir heimamenn. Stjarnan hrökk þá í einhvern gír og minnkaði fljótlega muninn í átta stig, 29-21. Þær rauðu skiptu bara í annan gír eftir þetta litla áhlaup Stjörnunnar og var munurinn allt í einu orðin 21 stig þegar fyrri hálfleikurinn var búinn, 44-23. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki við fyrir heimamenn og héldu Haukar bara áfram að auka við forskot sitt. Það var samt sem áður alltaf mikil barátta í liði Stjörnunnar og gáfust stelpurnar aldrei upp. Getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill og átti Stjarnan aldrei möguleika í þessum leik. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu að lokum auðveldan sigur, 66-86, og jöfnuðu Snæfellinga að stigum í deildinni. Stjarnan barðist hetjulega undir lok leiksins en munurinn var alltaf og mikill. Haukar og Snæfell eru með 34 stig en liðin mætast einmitt í næstu umferð í Dominos deildinni. Sá leikur fer fram þann 9. mars.Stjarnan-Haukar 66-86 (13-24, 10-20, 20-13, 23-29) Stjarnan: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Kristmundsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 8, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6.Haukar: Chelsie Alexa Schweers 25/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 6/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2. Helena: Næsti leikur er algjör úrslitaleikur„Við erum að koma til baka úr landsliðshléi og vissum að þetta yrði nokkuð erfiður leikur,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við höfum lítið náð að æfa saman undanfarið og það hafa verið töluvert veikindi í hópnum. Það var því gott að vinna þennan leik.“ Helena lék ótrúlega vel gegn Ungverjaland í síðustu viku. „Þetta var frábær sigur hjá okkur í síðustu viku og maður þurfti nokkra daga til að njóta hans. Nú tekur deildin við og það var gaman að hitta stelpurnar aftur.“ Helena segir að góður varnarleikur hafi lagt gruninn af sigrinum í kvöld. Haukar taka á móti Snæfellingum 9. mars. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þann leik. Þetta er í raun einskonar úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.“ Eva María: Við eigum fullt inniEva María Emilsdóttir sækir að körfu Hauka í leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Við þurfum að stíga betur út, það vantaði hjá okkur í kvöld,“ segir Eva María Emilsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í kvöld. „Þær fá alltaf nokkur tækifæri í hverri sókn og það er of dýrt á móti svona liði. Við vorum einnig að tapa boltanum frá okkur allt of oft." Eva María segir að Stjarnan eigi fullt inni og staðan í deildinni gefi ekki rétt mynd. „Við skiptum um þjálfara fyrir þremur vikum og hann er að koma með nýja hluti inn í dæmið hjá okkur. Á góðum degi getum við alveg verið inn í svona leik.“ Jóhanna: Spilum alltaf vel þegar við skemmtum okkur„Þetta var aldrei auðveldur sigur og maður er alltaf skíthræddur fyrir alla leiki,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir, eftir sigurinn. „Þetta mallaði bara vel hjá liðinu í kvöld og þegar við höfum svona gaman af hlutunum þá gengur okkur alltaf vel. Maður verður að hafa gaman af körfuboltanum og það er uppskriftin okkar, þá náum við að njóta okkur. Þegar við gerum það ekki verðum við stressaðar og spilum verr.“ Jóhanna segir að næsti leikur sé risaleikur. „Þetta verður risaleikur eins og allir leikirnir okkar sem við eigum eftir. Við megum ekkert misstíga okkur. Þetta er bara spurning að verða deildarmeistarar.“Bein lýsing: Stjarnan - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Bryndís Hanna Hreinsdóttir reynir hér að komast framhjá Haukakonunni Pálínu Gunnlaugsdóttur.Vísir/AntonJóhanna Björk Sveinsdóttir.Vísir/AntonHelena Sverrisdóttir.Vísir/Antonvísir/anton brink
Dominos-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira