Vill vinna fyrir fólkið í bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2016 06:00 Haiden Palmer hefur spilað stórkostlega fyrir Snæfell í vetur og er ein helsta ástæða þess að liðið er á toppnum og komið í bikarúrslitin. Fréttablaðið/Anton Brink Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer. Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira