Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2016 21:00 Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Vísir/Völundur „Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30