Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 10:23 Einvígis þeirra Sanders og Clinton var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51
Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent