Leyndarmálið um velgengni? Ragnheiður Aradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Aradóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar