True North og Mystery sameina krafta sína Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 17:00 Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson eigendur Mystery. Mér líst mjög vel á samstarfið, ég er búinn að þekkja Davíð og Árna lengi og sjá þá vaxa og dafna. Þeir eru mjög hæfileikaríkir og duglegir ungir menn, það er margt sem þeir hafa sem er mjög spennandi,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um nýtilkomið samstarf milli Mystery og True North. „Fyrir um tveimur árum tókum við Árni Filippusson hjá Mystery þá ákvörðum að byrja að þróa verkefni sem voru hugsuð á ensku og höfum verið að þróa nokkur slík. Þar sem nokkur þeirra voru frekar stór og metnaðargjörn þá fórum við að horfa í kringum okkur eftir partnerum og þar sem við höfðum unnið mikið með True North áður og reynsla þeirra er alveg gríðarleg þá var það okkar fyrsta stopp. Við vissum að þau langaði að setja aukinn fókus á eigin framleiðslu og vitandi að við erum með sama metnað og drifkraft fyrir góðu efni þá var þetta alveg hreint upplagt. Þegar við tókum okkar fyrsta fund var strax áhugi fyrir samstarfi og síðan tókum við það bara þaðan,“ bætir Davíð Óskar Ólafsson, einn af eigendum Mystery, við. Óhætt er að segja að nóg sé framundan hjá Mystery og True North en félögin vinna bæði að sameiginlegum verkefnum ásamt því að sinna eigin verkefnum. „Við munum samt enn þá vinna að okkar eigin verkefnum og halda rekstri félaganna alveg óháðum innbyrðis,“ segir Davíð Óskar. Verkefnin voru kynnt á Berlinale-kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir, en Mystery og True North koma til með að vinna að átta kvikmyndum í sameiningu, fimm þeirra á ensku og þremur á íslensku. Hugmyndin er að myndirnar verði gerðar á næstu fimm árum. „Við höfum fengum gríðarlega góð viðbrögð við verkefnunum okkar þannig að við komum heim frá Berlín brosandi og hlökkum til að taka næstu skref,“ segir Davíð Óskar ánægður með viðbrögðin „Það er spenna fyrir verkefnunum sem er jákvætt, við fengum góðar undirtektir í Berlín,“ bætir Leifur við. Félögin eru nú þegar byrjuð að vinna að verkefnunum og raða niður í hlutverk en tökur á kvikmyndinni Axlar-Björn í leikstjórn Davíðs Óskars og með Jóhannes Hauk í aðalhlutverki hefjast líklega á næsta ári. „Það gengur ótrúlega vel að vinna verkefnið og við getum í besta falli byrjað tökur seint á næsta ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna myndina og þar sem þetta verður mynd í dýrari kantinum þá reiknum við með að það gæti tekið smá tíma. Það var mikill áhugi á myndinni þegar við vorum að kynna verkefnin okkar á kvikmyndahátíðinni í Berlín þannig að við erum jákvæðir fyrir framhaldinu. Það eina sem er ákveðið er að Jóhannes Haukur mun leika Axlar-Björn. Restin af hlutverkaskipaninni er enn þá að mótast í hausnum á mér en ég ætla að leyfa persónunum að þróast í handritinu áður en ég fer að negla niður í hlutverkin,“ segir Davíð Óskar jákvæður fyrir framhaldinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Mér líst mjög vel á samstarfið, ég er búinn að þekkja Davíð og Árna lengi og sjá þá vaxa og dafna. Þeir eru mjög hæfileikaríkir og duglegir ungir menn, það er margt sem þeir hafa sem er mjög spennandi,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um nýtilkomið samstarf milli Mystery og True North. „Fyrir um tveimur árum tókum við Árni Filippusson hjá Mystery þá ákvörðum að byrja að þróa verkefni sem voru hugsuð á ensku og höfum verið að þróa nokkur slík. Þar sem nokkur þeirra voru frekar stór og metnaðargjörn þá fórum við að horfa í kringum okkur eftir partnerum og þar sem við höfðum unnið mikið með True North áður og reynsla þeirra er alveg gríðarleg þá var það okkar fyrsta stopp. Við vissum að þau langaði að setja aukinn fókus á eigin framleiðslu og vitandi að við erum með sama metnað og drifkraft fyrir góðu efni þá var þetta alveg hreint upplagt. Þegar við tókum okkar fyrsta fund var strax áhugi fyrir samstarfi og síðan tókum við það bara þaðan,“ bætir Davíð Óskar Ólafsson, einn af eigendum Mystery, við. Óhætt er að segja að nóg sé framundan hjá Mystery og True North en félögin vinna bæði að sameiginlegum verkefnum ásamt því að sinna eigin verkefnum. „Við munum samt enn þá vinna að okkar eigin verkefnum og halda rekstri félaganna alveg óháðum innbyrðis,“ segir Davíð Óskar. Verkefnin voru kynnt á Berlinale-kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir, en Mystery og True North koma til með að vinna að átta kvikmyndum í sameiningu, fimm þeirra á ensku og þremur á íslensku. Hugmyndin er að myndirnar verði gerðar á næstu fimm árum. „Við höfum fengum gríðarlega góð viðbrögð við verkefnunum okkar þannig að við komum heim frá Berlín brosandi og hlökkum til að taka næstu skref,“ segir Davíð Óskar ánægður með viðbrögðin „Það er spenna fyrir verkefnunum sem er jákvætt, við fengum góðar undirtektir í Berlín,“ bætir Leifur við. Félögin eru nú þegar byrjuð að vinna að verkefnunum og raða niður í hlutverk en tökur á kvikmyndinni Axlar-Björn í leikstjórn Davíðs Óskars og með Jóhannes Hauk í aðalhlutverki hefjast líklega á næsta ári. „Það gengur ótrúlega vel að vinna verkefnið og við getum í besta falli byrjað tökur seint á næsta ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna myndina og þar sem þetta verður mynd í dýrari kantinum þá reiknum við með að það gæti tekið smá tíma. Það var mikill áhugi á myndinni þegar við vorum að kynna verkefnin okkar á kvikmyndahátíðinni í Berlín þannig að við erum jákvæðir fyrir framhaldinu. Það eina sem er ákveðið er að Jóhannes Haukur mun leika Axlar-Björn. Restin af hlutverkaskipaninni er enn þá að mótast í hausnum á mér en ég ætla að leyfa persónunum að þróast í handritinu áður en ég fer að negla niður í hlutverkin,“ segir Davíð Óskar jákvæður fyrir framhaldinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira