Viljum við ekki þrjá milljarða? Helgi Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun