Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 10:30 Rúllupylsa Ég hef alltaf verið gefin fyrir rúllukragaboli enda móðir mín troðið þeim yfir höfuðið á mér frá blautu barnsbeini. Rúllukragatrendið hitti því beint í mark hjá mér og ég hef haft mig alla við að fleygja debetkortinu mínu í starfsmenn helstu fatabúða landsins þegar ég sé glitta í sniðið og öskrað á þá pinnið eftir að ég þurfti að leggja það á minnið. Nú var ég að taka til í skúffunum hjá mér um daginn. Það kom þó ekki til af góðu heldur vegna þess að fatasláin í herberginu mínu ákvað að segja starfi sínu lausu um miðja nótt og undirstrika starfslok sín með því að falla saman með háværum skelli. Ég er svartsýn að eðlisfari og hélt að sjálfsögðu að komið væri að heimsendi sem hæfist og endaði í herberginu mínu og vaknaði af þeim sökum öskrandi. Allavega, ég þurfti því aðeins að fara yfir skipulagið á fatasafni mínu. Kom upp úr krafsinu að ég virðist nú eiga talsvert safn af rúllukraga bolum og peysum. Sem er auðvitað hið besta mál, ég er náttúrulega manískur safnari í eðli mínu, líkt og áðurnefnt kryddsafn mitt ber vitni um og það dugar ekkert minna fyrir mig en að eiga tólf rúllukragaboli í ýmsum útfærslum og fimm rúllukragapeysur. Það sem er auðvitað snarjákvætt við þessar flíkur er að manni verður aldrei kalt á hálsinum sem er gott. Það eina slæma er að það getur verið ákveðnum vandkvæðum bundið að klæða sig í þær þegar maður er búin að kítta upp í allar misfellur á andlitinu og græja á sér hárið. Það fer allt í fokk.Glysrokkarinn Talandi um hár, ég er með þannig á hausnum. Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að eyða miklum tíma í það enda virðist það vera einhvers konar lögmál að því meiri tíma sem ég eyði í það, þeim mun ömurlegra verður það. Af þeirri reynslu sem ég hef sankað að mér frá fæðingu hefur það reynst mér best að sleppa því alfarið að greiða mér. Ef ég fer í þær aðgerðir enda ég á að líta út eins og uppgefinn og lifaður glysrokkari og það er bara ekki mitt lúkk.Helgin Það er svo mikið að gerast um helgina að ég er að detta í smá stresskast. Það er ómennskt að ætla að upplifa svona mikla skemmtun á rúmum tveimur sólarhringum. Það er náttúrulega Sónar þar sem eru nokkrir hlutir sem ég er mjög spennt fyrir að sjá þar í kvöld og á morgun. Svo er vínkona mín og sambýliskona að fara að halda upp á afmælið sitt í kvöld. Hún er bolludagsfíkill en var vant við látin á sínum smáhátíðardegi og slær því í afmælisveislu með sérlegu bolluþema í öllum veitingum, sem dæmi má nefna vatnsdeigsbollur, kjötbollur og áfenga bollu og svo er mælst til þess að sem flestir afmælisgestir fari heim að bolla þegar líður á kvöldið. Á morgun er það svo söngvakeppnin og veltur geðheilsa mín og þjóðarinnar á því að við sendum réttan fulltrúa út. Verst er bara að enginn er sammála um hver það er. Ég hélt með Helga Val enda talsvert óvær að eðlisfari en núna er ég Ormslev-kona og vil ólm sjá hana á sviðinu í Svíþjóð. Ég mun samt væntanlega ekki geta horft mikið á keppnina sjálfa þar sem ég er að fara á árshátíð annað kvöld. Ég er auðvitað ekki búin að ákveða í hverju ég ætla að vera en finnst mjög líklegt að ég verði í einhverju með rúllukraga og með ógreitt hár þó mig langi auðvitað mest til þess að vera í glimmersamfestingnum sem Páll Óskar skartaði á fyrra undankvöldinu þar sem þemað er glamúr og glimmer. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Rúllupylsa Ég hef alltaf verið gefin fyrir rúllukragaboli enda móðir mín troðið þeim yfir höfuðið á mér frá blautu barnsbeini. Rúllukragatrendið hitti því beint í mark hjá mér og ég hef haft mig alla við að fleygja debetkortinu mínu í starfsmenn helstu fatabúða landsins þegar ég sé glitta í sniðið og öskrað á þá pinnið eftir að ég þurfti að leggja það á minnið. Nú var ég að taka til í skúffunum hjá mér um daginn. Það kom þó ekki til af góðu heldur vegna þess að fatasláin í herberginu mínu ákvað að segja starfi sínu lausu um miðja nótt og undirstrika starfslok sín með því að falla saman með háværum skelli. Ég er svartsýn að eðlisfari og hélt að sjálfsögðu að komið væri að heimsendi sem hæfist og endaði í herberginu mínu og vaknaði af þeim sökum öskrandi. Allavega, ég þurfti því aðeins að fara yfir skipulagið á fatasafni mínu. Kom upp úr krafsinu að ég virðist nú eiga talsvert safn af rúllukraga bolum og peysum. Sem er auðvitað hið besta mál, ég er náttúrulega manískur safnari í eðli mínu, líkt og áðurnefnt kryddsafn mitt ber vitni um og það dugar ekkert minna fyrir mig en að eiga tólf rúllukragaboli í ýmsum útfærslum og fimm rúllukragapeysur. Það sem er auðvitað snarjákvætt við þessar flíkur er að manni verður aldrei kalt á hálsinum sem er gott. Það eina slæma er að það getur verið ákveðnum vandkvæðum bundið að klæða sig í þær þegar maður er búin að kítta upp í allar misfellur á andlitinu og græja á sér hárið. Það fer allt í fokk.Glysrokkarinn Talandi um hár, ég er með þannig á hausnum. Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að eyða miklum tíma í það enda virðist það vera einhvers konar lögmál að því meiri tíma sem ég eyði í það, þeim mun ömurlegra verður það. Af þeirri reynslu sem ég hef sankað að mér frá fæðingu hefur það reynst mér best að sleppa því alfarið að greiða mér. Ef ég fer í þær aðgerðir enda ég á að líta út eins og uppgefinn og lifaður glysrokkari og það er bara ekki mitt lúkk.Helgin Það er svo mikið að gerast um helgina að ég er að detta í smá stresskast. Það er ómennskt að ætla að upplifa svona mikla skemmtun á rúmum tveimur sólarhringum. Það er náttúrulega Sónar þar sem eru nokkrir hlutir sem ég er mjög spennt fyrir að sjá þar í kvöld og á morgun. Svo er vínkona mín og sambýliskona að fara að halda upp á afmælið sitt í kvöld. Hún er bolludagsfíkill en var vant við látin á sínum smáhátíðardegi og slær því í afmælisveislu með sérlegu bolluþema í öllum veitingum, sem dæmi má nefna vatnsdeigsbollur, kjötbollur og áfenga bollu og svo er mælst til þess að sem flestir afmælisgestir fari heim að bolla þegar líður á kvöldið. Á morgun er það svo söngvakeppnin og veltur geðheilsa mín og þjóðarinnar á því að við sendum réttan fulltrúa út. Verst er bara að enginn er sammála um hver það er. Ég hélt með Helga Val enda talsvert óvær að eðlisfari en núna er ég Ormslev-kona og vil ólm sjá hana á sviðinu í Svíþjóð. Ég mun samt væntanlega ekki geta horft mikið á keppnina sjálfa þar sem ég er að fara á árshátíð annað kvöld. Ég er auðvitað ekki búin að ákveða í hverju ég ætla að vera en finnst mjög líklegt að ég verði í einhverju með rúllukraga og með ógreitt hár þó mig langi auðvitað mest til þess að vera í glimmersamfestingnum sem Páll Óskar skartaði á fyrra undankvöldinu þar sem þemað er glamúr og glimmer.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00