Handbolti

Loksins fengu Víkingar aftur stig | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Karl Bachman var markahæstur hjá Víkingi í kvöld.
Atli Karl Bachman var markahæstur hjá Víkingi í kvöld. vísir/anton brink
Framarar urðu af dýrmætu stigi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld er þeir gerðu jafntefli við botnlið Víkings, 24-24.

Fram var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11-7, en missti frá sér forskotið í seinni hálfleik þar sem gestirnir úr Fossvoginum tryggðu sér eitt stig.

Þetta er fyrsta stigið sem Víkingar fá í deildinni síðan í lok nóvember þegar þeir unnu FH á heimavelli sínum. Þeir voru fyrir leikinn í kvöld búnir að tapa fimm leikjum í röð.

Ólafur Ægir Ólafsson og Þorgrímur Smári Ólafsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fram en hjá Víkingum var Atli Karl Bachmann markahæstur með sex mörk.

Framarar eru í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Afturelding en Víkingar eru í tíunda sæti með sjö stig á hraðri leið niður í 1. deild.

vísir/anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×