Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 07:15 NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira