Handbolti

Eyjamenn síðasta liðið inn í átta liða úrslit bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theodór Sigurbjörnsson skroraði 13 mörk í kvöld.
Theodór Sigurbjörnsson skroraði 13 mörk í kvöld. Vísir/Ernir
Bikarmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta eftir tólf marka sigur á 1. deildarliði HK í Eyjum.

ÍBV var síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum þar sem liðið fær heimaleik á móti Val í næstu viku.

Theodór Sigurbjörnsson átti frábæran leik með Eyjamönnum og skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Einar Sverrisson var næstmarkahæstur með átta mörk.

ÍBV-liðið tók frumkvæðið í byrjun með því að skora fjögur fyrstu mörkin og komast síðan í 6-2. HK-mönnum tókst að jafna í 6-6 en þá komu sex Eyjamörk í röð og leikurinn var í góðum höndum heimamanna eftir það.

Eyjamenn voru síðan tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9, og komust síðan mest sextán mörkum yfir í seinni hálfleiknum, 31-15. HJK-liðið lagaði aðeins stöðuna undir lokin.



16 liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta

ÍBV - HK 37-25 (19-9)

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 13, Einar Sverrisson 8, Grétar Þór Eyþórsson  6, Andri Heimir Friðriksson 4, Bergvin Haraldsson 2, Magnús Stefánsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Svanur Páll Vilhjálmsson 1.

Mörk HK: Andri Þór Helgason 8, Egill Björgvinsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Grétar Áki Andersen 2, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Sigurður Egill Karlsson 2, Svavar Kári Grétarsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 1.



Í átta liða úrslitunum mætast því en í boði er sæti á úrslitahelginni í Laugardalshöllinni 25. til 27. febrúar næstkomandi.

ÍBV - Valur         

Haukar - Afturelding         

Stjarnan - Fram         

Fjölnir - Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×