Westbrook með sjöundu þrennuna á tímabilinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2016 07:15 Russell Westbrook hefur farið á kostum á tímabilinu. vísir/getty Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat: NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat:
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira