Hver er þessi Ted Cruz? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 10:15 Ted Cruz ávarpar stuðningsmenn sína í Iowa-ríki í gær þegar úrslit forvalsins lágu fyrir. vísir/getty Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. Trump hefur farið mikinn í kosningabaráttunni og er afar umdeildur. Hann hefur hins vegar notið hylli á meðal kjósenda og náði vissulega ágætri kosningu í Iowa en hafði þó ekki betur en Cruz. Þá kemur Marco Rubio fast á hæla Trump.Á móti hjónabandi samkynhneigðra en meðfylgjandi dauðarefsingum En hver er þessi Ted Cruz eiginlega? Eins og áður segir er hann öldungadeildarþingmaður en hann situr á þingi fyrir Texas-ríki. Cruz er íhaldssamur, heittrúaður og afar vinsæll innan Teboðshreyfingarinnar sem er íhaldssamasti armur Repúblikanaflokksins. Hann er meðal annars mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra, telur að aðeins eigi að leyfa fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu og er meðfylgjandi dauðarefsingum. Cruz, sem er 45 ára gamall, ólst upp í Houston í Texas en fæddist reyndar í Kanada og hefur Trump fullyrt að hann sé þess vegna ekki kjörgengur. Cruz hefur hins vegar gert lítið úr þeim fullyrðingum. Faðir Cruz er frá Kúbu en mamma hans er bandarísk. Þau kynntust í Texas en fluttu til Kanada á sjöunda áratugnum þegar olíuiðnaðurinn þar var í blóma. Þegar faðir Cruz var unglingur barðist hann með Fidel Castro gegn einræðisherranum Fulgencio Batista. Cruz hefur síðan sagt að faðir hans hafi ekki vitað að Castro væri kommúnisti; eina sem hann vissi var að Batista var grimmur einræðisherra.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumHér að neðan má sjá sigurræðu Cruz í Iowa í gærkvöldi.Lærði lögfræði í Harvard og var aðstoðarmaður hæstaréttardómara Eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður af Batista fór faðir Cruz til Bandaríkjanna og gekk í háskólann í Texas. Í Texas kynntist hann móður Cruz sem kemur úr verkamannafjölskyldu frá Delaware en hún lærði stærðfræði í háskóla. Cruz gekk í Princeton-háskólann og lærði lögfræði í Harvard. Eftir að hann lauk laganámi árið 1995 var hann aðstoðarmaður hæstaréttardómara í nokkur ár en vann síðan sem lögmaður. Cruz hóf síðan að starfa fyrir George W. Bush í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2000 og vann fyrir Bush fyrstu þrjú árin sem hann var í embætti. Í kosningabaráttunni kynntist hann eiginkonu sinni Heidi Nelson Cruz og eiga þau tvö börn. Árið 2003 hóf Cruz síðan störf fyrir saksóknarann í Texas þar sem hann vann í fimm ár áður en hann fór aftur í lögmennsku. Hann tók síðan sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í janúar 2013 og vakti mikla athygli strax á sínu fyrsta ári á þingi. Cruz varð fljótt einn af leiðtogum Teboðshreyfingarinnar og hefur ítrekað talað gegn endurbótum Barack Obama á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.Ted Cruz ásamt konu sinni Heidi Nelson Cruz.vísir/gettyHugmyndafræði fram yfir flokkshollustu Strax árið 2013 var farið að nefna Cruz sem mögulegan forsetaframbjóðanda í kosningunum núna í nóvember. Hann tilkynnti svo um framboð sitt í mars í fyrra. Í grein á vef BBC í dag er farið yfir það hvernig forseti hann gæti mögulega orðið. Þar segir að eldri og reyndari menn innan Repúblikanaflokksins hafi ekki aðeins áhyggjur af því hvernig forseti Donald Trump geti orðið; þeir hafa einnig áhyggjur af Ted Cruz. Áhyggjur þeirra vegna Cruz snúa aðallega því að hann tekur hugmyndafræðina fram yfir flokkshollustuna. Hann hefur eignast marga óvini innan flokksins og mun væntanlega ekki leita að ráðherrum í ríkisstjórn sína á meðal flokksmanna. Frekar er búist við því að Cruz muni til að mynda horfa til fólks sem starfar innan hægrisinnaðra hugveita (e. right wing think tanks). En áður en til þess kemur að Cruz fari að mynda ríkisstjórn þarf að hann að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra og svo sigra í kosningunum í nóvember. Nái hann kjöri gæti hann hæglega orðið íhaldssamasti forseti Bandaríkjanna í manna minnum en næstu mánuðir munu leiða í ljós hversu langt hann mun ná. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. Trump hefur farið mikinn í kosningabaráttunni og er afar umdeildur. Hann hefur hins vegar notið hylli á meðal kjósenda og náði vissulega ágætri kosningu í Iowa en hafði þó ekki betur en Cruz. Þá kemur Marco Rubio fast á hæla Trump.Á móti hjónabandi samkynhneigðra en meðfylgjandi dauðarefsingum En hver er þessi Ted Cruz eiginlega? Eins og áður segir er hann öldungadeildarþingmaður en hann situr á þingi fyrir Texas-ríki. Cruz er íhaldssamur, heittrúaður og afar vinsæll innan Teboðshreyfingarinnar sem er íhaldssamasti armur Repúblikanaflokksins. Hann er meðal annars mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra, telur að aðeins eigi að leyfa fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu og er meðfylgjandi dauðarefsingum. Cruz, sem er 45 ára gamall, ólst upp í Houston í Texas en fæddist reyndar í Kanada og hefur Trump fullyrt að hann sé þess vegna ekki kjörgengur. Cruz hefur hins vegar gert lítið úr þeim fullyrðingum. Faðir Cruz er frá Kúbu en mamma hans er bandarísk. Þau kynntust í Texas en fluttu til Kanada á sjöunda áratugnum þegar olíuiðnaðurinn þar var í blóma. Þegar faðir Cruz var unglingur barðist hann með Fidel Castro gegn einræðisherranum Fulgencio Batista. Cruz hefur síðan sagt að faðir hans hafi ekki vitað að Castro væri kommúnisti; eina sem hann vissi var að Batista var grimmur einræðisherra.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumHér að neðan má sjá sigurræðu Cruz í Iowa í gærkvöldi.Lærði lögfræði í Harvard og var aðstoðarmaður hæstaréttardómara Eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður af Batista fór faðir Cruz til Bandaríkjanna og gekk í háskólann í Texas. Í Texas kynntist hann móður Cruz sem kemur úr verkamannafjölskyldu frá Delaware en hún lærði stærðfræði í háskóla. Cruz gekk í Princeton-háskólann og lærði lögfræði í Harvard. Eftir að hann lauk laganámi árið 1995 var hann aðstoðarmaður hæstaréttardómara í nokkur ár en vann síðan sem lögmaður. Cruz hóf síðan að starfa fyrir George W. Bush í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2000 og vann fyrir Bush fyrstu þrjú árin sem hann var í embætti. Í kosningabaráttunni kynntist hann eiginkonu sinni Heidi Nelson Cruz og eiga þau tvö börn. Árið 2003 hóf Cruz síðan störf fyrir saksóknarann í Texas þar sem hann vann í fimm ár áður en hann fór aftur í lögmennsku. Hann tók síðan sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í janúar 2013 og vakti mikla athygli strax á sínu fyrsta ári á þingi. Cruz varð fljótt einn af leiðtogum Teboðshreyfingarinnar og hefur ítrekað talað gegn endurbótum Barack Obama á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.Ted Cruz ásamt konu sinni Heidi Nelson Cruz.vísir/gettyHugmyndafræði fram yfir flokkshollustu Strax árið 2013 var farið að nefna Cruz sem mögulegan forsetaframbjóðanda í kosningunum núna í nóvember. Hann tilkynnti svo um framboð sitt í mars í fyrra. Í grein á vef BBC í dag er farið yfir það hvernig forseti hann gæti mögulega orðið. Þar segir að eldri og reyndari menn innan Repúblikanaflokksins hafi ekki aðeins áhyggjur af því hvernig forseti Donald Trump geti orðið; þeir hafa einnig áhyggjur af Ted Cruz. Áhyggjur þeirra vegna Cruz snúa aðallega því að hann tekur hugmyndafræðina fram yfir flokkshollustuna. Hann hefur eignast marga óvini innan flokksins og mun væntanlega ekki leita að ráðherrum í ríkisstjórn sína á meðal flokksmanna. Frekar er búist við því að Cruz muni til að mynda horfa til fólks sem starfar innan hægrisinnaðra hugveita (e. right wing think tanks). En áður en til þess kemur að Cruz fari að mynda ríkisstjórn þarf að hann að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra og svo sigra í kosningunum í nóvember. Nái hann kjöri gæti hann hæglega orðið íhaldssamasti forseti Bandaríkjanna í manna minnum en næstu mánuðir munu leiða í ljós hversu langt hann mun ná.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32