Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 12:18 Símon Sigvaldason og Sverrir Ólafsson vísir Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. Sverrir var meðdómari í Aurum-málinu en Hæstiréttur mat hann vanhæfan til að dæma í málinu eftir að dómur féll vegna ummæla sem höfð voru eftir Sverri í fjölmiðlum í kjölfar dómsins. Í Aurum-málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákæru af umboðssvik og hlutdeild í þeim. Eftir að dómur féll í júní 2014 upphófst umræða í samfélaginu um að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem sérstakur saksóknari hafði ákært í Al Thani-málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kvaðst ekki hafa vitað af þessum tengslum og taldi að vegna þeirra mætti efast um óhlutdrægni Sverris til að dæma í Aurum-málinu. Sverrir var ekki sérstaklega hrifinn af þessum ummælum Ólafs Þórs enda sagðist hann telja að saksóknarinn hefði alla tíð vitað af þessum tengslum. Þá sagði hann meðal annars: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“Sjá einnig:Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnarSegir að ummæli Símons hafi vakið undrun margra Nú telur Sverrir að efast megi um hæfi Símons vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum, en innan lögfræðistéttarinnar og víðar er þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfall er í málum þar sem hann er dómari. Ummælin sem Sverrir vísar til lét Símon falla í viðtali í Síðdegisútvarpi RÚV í desember síðastliðnum en þær ræddi hann um þyngri refsingar í kynferðisbrotamálum: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Sverrir segir að þessi ummæli hafi vakið undrun margra. Hann segir þau í raun „ótrúleg og setja, ásamt nýlegum dómsuppsögum dómarans, stórt spurningamerki við hæfi Símonar Sigvaldasonar til að takal hlutlausa, ígrundaða og málefnalega afstöðu til jafn mikilvægra mála og bankamálin eru.“Telur að samfélagsvitundin hafa raskað dómgreind sumra dómara Símon var dómsformaður í fjölskipuðum héraðsdómi í Stím-málinu þar sem þrír menn, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, voru fundnir sekir um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi, Jóhannes í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík í 18 mánaða fangelsi. Málið snerist um milljarða lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím á árunum 2007 og 2008. Að mati Sverris er dómur héraðsdóms í Stím-málinu rangur en í grein sinni segir hann meðal annars: „Ég tel að það sé full ástæða til að efast um réttmæti þessa dóms, sem virðist ekki byggður á sterkum rökum til stuðnings sakfellingu, hvorki í lagalegu né fjármálalegu tilliti. Dómurinn tekur á engan hátt rökrænt, né af þekkingu á umfangsmikilli málsvörn sakborninga eða álitsgerðum sérfræðinga.“ Í greininni rekur Sverrir svo málavexti Stím-málsins og færir meðal annars rök fyrir því að ekki sé hægt að tala um að lán Glitnis til félagsins hafi verið veitt án fullnægjandi trygginga. Í lok greinarinnar segir síðan Sverrir: „Til þess að komast að réttari og þar af leiðandi sanngjarnari niðurstöðu í þeim bankamálum sem að undanförnu hafa verið rekin í íslenska dómskerfinu hefði ef til vill verið heillavænlegra að leita eftir aðstoð erlendra sérfræðinga á sviði fjármálalögfræði og áhættustýringar. Telja má nokkuð víst að erlendir sérfræðingar hefðu ekki verið jafnuppteknir af því að taka tillit til samfélagsvitundarinnar, sem virðist hafa raskað dómgreind sumra dómara og komið í veg fyrir það að ákærðir bankamenn njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum landsins.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. Sverrir var meðdómari í Aurum-málinu en Hæstiréttur mat hann vanhæfan til að dæma í málinu eftir að dómur féll vegna ummæla sem höfð voru eftir Sverri í fjölmiðlum í kjölfar dómsins. Í Aurum-málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákæru af umboðssvik og hlutdeild í þeim. Eftir að dómur féll í júní 2014 upphófst umræða í samfélaginu um að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem sérstakur saksóknari hafði ákært í Al Thani-málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kvaðst ekki hafa vitað af þessum tengslum og taldi að vegna þeirra mætti efast um óhlutdrægni Sverris til að dæma í Aurum-málinu. Sverrir var ekki sérstaklega hrifinn af þessum ummælum Ólafs Þórs enda sagðist hann telja að saksóknarinn hefði alla tíð vitað af þessum tengslum. Þá sagði hann meðal annars: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“Sjá einnig:Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnarSegir að ummæli Símons hafi vakið undrun margra Nú telur Sverrir að efast megi um hæfi Símons vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum, en innan lögfræðistéttarinnar og víðar er þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfall er í málum þar sem hann er dómari. Ummælin sem Sverrir vísar til lét Símon falla í viðtali í Síðdegisútvarpi RÚV í desember síðastliðnum en þær ræddi hann um þyngri refsingar í kynferðisbrotamálum: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Sverrir segir að þessi ummæli hafi vakið undrun margra. Hann segir þau í raun „ótrúleg og setja, ásamt nýlegum dómsuppsögum dómarans, stórt spurningamerki við hæfi Símonar Sigvaldasonar til að takal hlutlausa, ígrundaða og málefnalega afstöðu til jafn mikilvægra mála og bankamálin eru.“Telur að samfélagsvitundin hafa raskað dómgreind sumra dómara Símon var dómsformaður í fjölskipuðum héraðsdómi í Stím-málinu þar sem þrír menn, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, voru fundnir sekir um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi, Jóhannes í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík í 18 mánaða fangelsi. Málið snerist um milljarða lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím á árunum 2007 og 2008. Að mati Sverris er dómur héraðsdóms í Stím-málinu rangur en í grein sinni segir hann meðal annars: „Ég tel að það sé full ástæða til að efast um réttmæti þessa dóms, sem virðist ekki byggður á sterkum rökum til stuðnings sakfellingu, hvorki í lagalegu né fjármálalegu tilliti. Dómurinn tekur á engan hátt rökrænt, né af þekkingu á umfangsmikilli málsvörn sakborninga eða álitsgerðum sérfræðinga.“ Í greininni rekur Sverrir svo málavexti Stím-málsins og færir meðal annars rök fyrir því að ekki sé hægt að tala um að lán Glitnis til félagsins hafi verið veitt án fullnægjandi trygginga. Í lok greinarinnar segir síðan Sverrir: „Til þess að komast að réttari og þar af leiðandi sanngjarnari niðurstöðu í þeim bankamálum sem að undanförnu hafa verið rekin í íslenska dómskerfinu hefði ef til vill verið heillavænlegra að leita eftir aðstoð erlendra sérfræðinga á sviði fjármálalögfræði og áhættustýringar. Telja má nokkuð víst að erlendir sérfræðingar hefðu ekki verið jafnuppteknir af því að taka tillit til samfélagsvitundarinnar, sem virðist hafa raskað dómgreind sumra dómara og komið í veg fyrir það að ákærðir bankamenn njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum landsins.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41