Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:59 Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira