Umfjöllun og viðtöl: FSu - Haukar 78-103 | Haukar rúlluðu yfir FSu Anton Ingi Leifsson í Iðu skrifar 5. febrúar 2016 21:30 Brandon Mobley var í stuði í Iðu í kvöld. Hér fylgist hann með leikhléi hjá Ívari Ásgrímssyni þjálfara. Vísir/Hanna Haukar unnu þægilegan sigur á FSu í Dominos-deild karla í kvöld, 103-78, en staðan í hálfleik var 54-40, Haukum í vil. Kári Jónsson var frábær í liði Hauka og stýrði Hauka-liðinu frábærlega, en algjör liðssigur hjá Haukunum. Brandon Mobley fór á kostum í fyrsta leikhluta, en Haukarnir náðu þá góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir spiluðu góðan sóknarbolta og þristunum rigndi á köflum. Annar sigur Hauka í röð, en FSu er í bullandi vandræðum. Lokatölur 103-78. Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og það var eins og heimamenn væru ekki mættir til leiks. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu strax átta stiga forskoti, 10-2, eftir að hafa skorað fimm fyrstu stigin. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn, en varnarleikur þeirra var ekki upp á marga fiska í upphafi leiks. Mobley var magnaður í fyrsta leikhluta og skoraði 18 af 25 stigum Hauka í fyrstu leikhluta, en þeir leiddu 25-17 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var svipað upp á teningnum og í þeim fyrsta; gestirnir voru ávallt skrefi á undan og þegar góðu kaflarnir komu hjá heimamönnum náðu þeir ekki að minnka muninn nægilega mikið. Kári Jónsson var að spila virkilega vel í fyrri hálfleik og var duglegur að finna félaga sína undir körfunni. Haukarnir voru að hitta vel í þristunum og voru með 53% þriggja stiga nýtingu á meðan FSu var einungis með 22%. Haukarnir náðu mest átján stiga forystu, 50-32, en staðan í hálfleik var svo 54-40, gestunum í vil og ljóst að heimamenn þyrftu að herða varnarleikinn fyrir síðari hálfleikinn. Brandon Mobley var kominn með 20 stig fyrir Haukana í hálfleik og Kári Jónsson bætti við öðrum tólf. Hlynur Hreinsson skoraði fimmtán stig í fyrri hálfleik og Chris Woods tólf stig, en Haukarnir voru að rústa frákastabaráttunni; sextán fráköst gegn einungis fjórum hjá heimamönnum. Í síðari hálfleik héldu Haukarnir áfram tröllatökum á þessum leik. Munurinn fór hægt og rólega upp og þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleikurinn var munurinn kominn upp í tuttugu stig, 64-44. Það var ekkert að frétta í varnarleik FSu og sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, en tökum það ekki af Haukunum að boltaflæðið var virkilega gott. Munurinn var svo tuttugu stig fyrir lokaleikhlutann, 76-56. Kári Jónsson setti tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta á mjög skömmum tíma og þá var allan tímann ljóst í hvað stefndi; öruggan Hauka-sigur. Þeir sigldu þessum sigri nokkuð þægilega heim, en þeir unnu að lokum 25 stiga sigur, 103-78. Gestirnir náðu aldrei að ógna og hvað þá í fjórða leikhluta. Áðurnefndur Kári var gjörsamlega frábær í þessum leik. Hann spilaði félaga sína fáránlega vel uppi, hitti þegar hann vildi og skilaði nokkrum fráköstum. Brandon Mobley var einnig mjög öflugur, þá sér í lagi í fyrsta leikhluta. Liðssigur hjá Haukunum, en tveir sigrar í röð og líklega þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni og fleirum á Ásvöllum. Haukarnir í fimmta til sjötta sæti deildarinnar, jafnir Njarðvík. Mobley var stigahæstur með 30 stig, en hann hirti einnig ellefu fráköst. Kári kom næstur með 26 stig, en hann náði þrefaldri tvennu; 26 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Magnað kvöld hjá þessum unga pilti sem vex og vex í sínum leik. Hjá FSu var Hlynur Hreinsson atkvæðamestur með 21 stig, en auk þess tók hann fjögur fráköst. Næstur kom Chris Woods sem var einungis með 35% nýtingu inn í teignum, en hann tók níu fráköst. Hann þarf að gera miklu, miklu betur, en FSu er í bullandi vandræðum; með sex stig í ellefta sæti deildarinnar - fjórum stigum frá öruggu sæti.Ívar Ásgrímsson.Vísir/ErnirÍvar: Verðum ekkert Íslandsmeistarar í janúar „Þetta var aðeins öðruvísi. Þeir voru fljótir að gefast upp,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við vorum tíu til tólf stigum yfir í fyrri hálfleik og ég var búinn að segja við strákana að við þyrftum að herða vörnina og ná upp undir tuttugu stiga forystu þá myndu þeir brotna og það varð raunin,” „Við vorum að hitta mjög vel í dag. Útlendingurinn var að setja allt í í dag. Liðið var sjáfu sér gott; Kári var frábær og tók yfir í síðari hálfleik, vörnin fór aftur í gang í síðari hálfleik eins og hún gerði í síðasta leik og þá kláruðum við þetta auðveldlega.” „Það voru margir að hitta. Emil sækir vel inn í teiginn og finnur fríu mennina og Hjálmar kom inn í byrjunarliðið fyrri Hauk sem var meiddur og Hjálmar stóð sig gífurlega vel.” Tveir sigrar komnir í röð hjá Haukunum núna eftir nokkra tapleiki í röð og aðspurður um hvort þungu fargi af Ívari sé létt svarar hann: „Já, já, aðallega af því við erum byrjaðir að spila ágætlega. Við vissum að þetta kæmi og vorum ekkert orðnir skíthræddir um að þetta myndi ekki koma. Við höfðum alltaf trú á því.” „Við spiluðum mjög erfitt prógram eftir áramót í janúar. Við áttum að vinna Keflavík; vorum þar með unninn leik gegn Keflavik og hentum þeim leik frá okkur. Staðan hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum unnið þann leik.” „Svo lendum við strax gegn KR og vorum enn í sárum eftir Keflavíkurleikinn. Það var margt sem gerði það að verkum að við vorum ekki öflugir á þessum tíma, en við verðum ekkert Íslandsmeistarar í janúar,” sagði Ívar að lokum.Kári Jónsson.Vísir/HannaKári: Þetta var að rúlla mjög vel í dag „Við mættum tilbúnir til leiks og við vissum að þeir myndu gefa allt í þetta,” sagði Kári Jónsson, leikstjórnandi Hauka, við Vísi í leikslok, en Kári var frábær í leiknum, eins og lesa má um hér að ofan. „Við þurftum að mæta klárir og vera tilbúnir að berjast. Við gerðum það ágætlega í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik þá fer þetta að rúlla enn betur. Við náðum fleirri stoppum í vörninni og þá hækkaði munurinn jafnt og þétt.” „Í rauninni ekki. Við settum tóninn snemma, við vorum að setja skotin niður og komumst í fínan ryðma og sóknin var að rúlla vel. Þetta var að rúlla mjög vel í dag.” Kári spilaði frábærlega í kvöld og var með þrefalda tvennu. Hann segir að honum hafi liðið vel í kvöld, en er hógvær og segir að það bíði mikilvægur leikur gegn ÍR á mánudag „Heldur betur. Alltaf þegar maður er að spila vel þá líður manni vel, það er bara svoleiðis. Strákarnir voru að setja skot niður og við hittum frekar vel í dag og það hjálpar mér mikið. Þá opnar það teiginn mikið og þá geturu hlaupið að körfunni og það opnast allt ef við erum að setja niður skot.” „Við byrjuðum árið ekki vel, en núna erum við að komast aftur í gírinn. Við eigum ÍR á mánudaginn, stutt í næsta leik og það er gífurlega mikilvægur leikur fyrir okkur líka. Allir sigrar telja,” sagði þessi frábæri leikmaður í leikslok.Erik Olsson.Vísir/ErnirErik: Óásættanleg frammistaða „Þú ert alltaf ósáttur þegar þú tapar leik og við klúðruðum tækifæri í kvöld,” sagði Erik Olsson, þjálfari FSu, í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við undirbjuggum okkur eins og Chris (Caird) væri ekki með okkur í kvöld, en hann kom inn á lokasprettinum. Við vorum flatir og það er ekki ásættanlegt - þetta er alvöru deild og þú verður að mæta klár.” „Mér fannst við hanga í þeim í fyrri hálfleik og þetta var átta til níu stiga leikur í fyrri hálfleik. Við spiluðum fína vörn og vorum að neyða þá í erfið skot. Þetta var erfitt kvöld og þetta var ljótur leikur á tímapunkti, en við töpuðum fyrir góðu liði.” FSu hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og síðustu tvö töp hafa verið stórtöp. Er Erik áhyggjufyllur um ástand liðsins? „„Áhyggjufullur er ekki rétta orðið. Við erum meðvitaðir um stöðu okkar og við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Við reynum bara að ná í sigur í næsta leik - alveg eins og öll önnur liðin í deildinni; hvort sem þau eru á toppnum eða í botninum.” „Við vissum að þetta yrði langt tímabil. Við erum lið með lítinn pening, ungan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Það er ekki ásættanlegt að spila eins og við gerðum í kvöld í eins stórum leik á heimavelli,” sagði Erik ósáttur í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Haukar unnu þægilegan sigur á FSu í Dominos-deild karla í kvöld, 103-78, en staðan í hálfleik var 54-40, Haukum í vil. Kári Jónsson var frábær í liði Hauka og stýrði Hauka-liðinu frábærlega, en algjör liðssigur hjá Haukunum. Brandon Mobley fór á kostum í fyrsta leikhluta, en Haukarnir náðu þá góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir spiluðu góðan sóknarbolta og þristunum rigndi á köflum. Annar sigur Hauka í röð, en FSu er í bullandi vandræðum. Lokatölur 103-78. Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og það var eins og heimamenn væru ekki mættir til leiks. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu strax átta stiga forskoti, 10-2, eftir að hafa skorað fimm fyrstu stigin. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn, en varnarleikur þeirra var ekki upp á marga fiska í upphafi leiks. Mobley var magnaður í fyrsta leikhluta og skoraði 18 af 25 stigum Hauka í fyrstu leikhluta, en þeir leiddu 25-17 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var svipað upp á teningnum og í þeim fyrsta; gestirnir voru ávallt skrefi á undan og þegar góðu kaflarnir komu hjá heimamönnum náðu þeir ekki að minnka muninn nægilega mikið. Kári Jónsson var að spila virkilega vel í fyrri hálfleik og var duglegur að finna félaga sína undir körfunni. Haukarnir voru að hitta vel í þristunum og voru með 53% þriggja stiga nýtingu á meðan FSu var einungis með 22%. Haukarnir náðu mest átján stiga forystu, 50-32, en staðan í hálfleik var svo 54-40, gestunum í vil og ljóst að heimamenn þyrftu að herða varnarleikinn fyrir síðari hálfleikinn. Brandon Mobley var kominn með 20 stig fyrir Haukana í hálfleik og Kári Jónsson bætti við öðrum tólf. Hlynur Hreinsson skoraði fimmtán stig í fyrri hálfleik og Chris Woods tólf stig, en Haukarnir voru að rústa frákastabaráttunni; sextán fráköst gegn einungis fjórum hjá heimamönnum. Í síðari hálfleik héldu Haukarnir áfram tröllatökum á þessum leik. Munurinn fór hægt og rólega upp og þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleikurinn var munurinn kominn upp í tuttugu stig, 64-44. Það var ekkert að frétta í varnarleik FSu og sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, en tökum það ekki af Haukunum að boltaflæðið var virkilega gott. Munurinn var svo tuttugu stig fyrir lokaleikhlutann, 76-56. Kári Jónsson setti tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta á mjög skömmum tíma og þá var allan tímann ljóst í hvað stefndi; öruggan Hauka-sigur. Þeir sigldu þessum sigri nokkuð þægilega heim, en þeir unnu að lokum 25 stiga sigur, 103-78. Gestirnir náðu aldrei að ógna og hvað þá í fjórða leikhluta. Áðurnefndur Kári var gjörsamlega frábær í þessum leik. Hann spilaði félaga sína fáránlega vel uppi, hitti þegar hann vildi og skilaði nokkrum fráköstum. Brandon Mobley var einnig mjög öflugur, þá sér í lagi í fyrsta leikhluta. Liðssigur hjá Haukunum, en tveir sigrar í röð og líklega þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni og fleirum á Ásvöllum. Haukarnir í fimmta til sjötta sæti deildarinnar, jafnir Njarðvík. Mobley var stigahæstur með 30 stig, en hann hirti einnig ellefu fráköst. Kári kom næstur með 26 stig, en hann náði þrefaldri tvennu; 26 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Magnað kvöld hjá þessum unga pilti sem vex og vex í sínum leik. Hjá FSu var Hlynur Hreinsson atkvæðamestur með 21 stig, en auk þess tók hann fjögur fráköst. Næstur kom Chris Woods sem var einungis með 35% nýtingu inn í teignum, en hann tók níu fráköst. Hann þarf að gera miklu, miklu betur, en FSu er í bullandi vandræðum; með sex stig í ellefta sæti deildarinnar - fjórum stigum frá öruggu sæti.Ívar Ásgrímsson.Vísir/ErnirÍvar: Verðum ekkert Íslandsmeistarar í janúar „Þetta var aðeins öðruvísi. Þeir voru fljótir að gefast upp,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við vorum tíu til tólf stigum yfir í fyrri hálfleik og ég var búinn að segja við strákana að við þyrftum að herða vörnina og ná upp undir tuttugu stiga forystu þá myndu þeir brotna og það varð raunin,” „Við vorum að hitta mjög vel í dag. Útlendingurinn var að setja allt í í dag. Liðið var sjáfu sér gott; Kári var frábær og tók yfir í síðari hálfleik, vörnin fór aftur í gang í síðari hálfleik eins og hún gerði í síðasta leik og þá kláruðum við þetta auðveldlega.” „Það voru margir að hitta. Emil sækir vel inn í teiginn og finnur fríu mennina og Hjálmar kom inn í byrjunarliðið fyrri Hauk sem var meiddur og Hjálmar stóð sig gífurlega vel.” Tveir sigrar komnir í röð hjá Haukunum núna eftir nokkra tapleiki í röð og aðspurður um hvort þungu fargi af Ívari sé létt svarar hann: „Já, já, aðallega af því við erum byrjaðir að spila ágætlega. Við vissum að þetta kæmi og vorum ekkert orðnir skíthræddir um að þetta myndi ekki koma. Við höfðum alltaf trú á því.” „Við spiluðum mjög erfitt prógram eftir áramót í janúar. Við áttum að vinna Keflavík; vorum þar með unninn leik gegn Keflavik og hentum þeim leik frá okkur. Staðan hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum unnið þann leik.” „Svo lendum við strax gegn KR og vorum enn í sárum eftir Keflavíkurleikinn. Það var margt sem gerði það að verkum að við vorum ekki öflugir á þessum tíma, en við verðum ekkert Íslandsmeistarar í janúar,” sagði Ívar að lokum.Kári Jónsson.Vísir/HannaKári: Þetta var að rúlla mjög vel í dag „Við mættum tilbúnir til leiks og við vissum að þeir myndu gefa allt í þetta,” sagði Kári Jónsson, leikstjórnandi Hauka, við Vísi í leikslok, en Kári var frábær í leiknum, eins og lesa má um hér að ofan. „Við þurftum að mæta klárir og vera tilbúnir að berjast. Við gerðum það ágætlega í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik þá fer þetta að rúlla enn betur. Við náðum fleirri stoppum í vörninni og þá hækkaði munurinn jafnt og þétt.” „Í rauninni ekki. Við settum tóninn snemma, við vorum að setja skotin niður og komumst í fínan ryðma og sóknin var að rúlla vel. Þetta var að rúlla mjög vel í dag.” Kári spilaði frábærlega í kvöld og var með þrefalda tvennu. Hann segir að honum hafi liðið vel í kvöld, en er hógvær og segir að það bíði mikilvægur leikur gegn ÍR á mánudag „Heldur betur. Alltaf þegar maður er að spila vel þá líður manni vel, það er bara svoleiðis. Strákarnir voru að setja skot niður og við hittum frekar vel í dag og það hjálpar mér mikið. Þá opnar það teiginn mikið og þá geturu hlaupið að körfunni og það opnast allt ef við erum að setja niður skot.” „Við byrjuðum árið ekki vel, en núna erum við að komast aftur í gírinn. Við eigum ÍR á mánudaginn, stutt í næsta leik og það er gífurlega mikilvægur leikur fyrir okkur líka. Allir sigrar telja,” sagði þessi frábæri leikmaður í leikslok.Erik Olsson.Vísir/ErnirErik: Óásættanleg frammistaða „Þú ert alltaf ósáttur þegar þú tapar leik og við klúðruðum tækifæri í kvöld,” sagði Erik Olsson, þjálfari FSu, í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við undirbjuggum okkur eins og Chris (Caird) væri ekki með okkur í kvöld, en hann kom inn á lokasprettinum. Við vorum flatir og það er ekki ásættanlegt - þetta er alvöru deild og þú verður að mæta klár.” „Mér fannst við hanga í þeim í fyrri hálfleik og þetta var átta til níu stiga leikur í fyrri hálfleik. Við spiluðum fína vörn og vorum að neyða þá í erfið skot. Þetta var erfitt kvöld og þetta var ljótur leikur á tímapunkti, en við töpuðum fyrir góðu liði.” FSu hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og síðustu tvö töp hafa verið stórtöp. Er Erik áhyggjufyllur um ástand liðsins? „„Áhyggjufullur er ekki rétta orðið. Við erum meðvitaðir um stöðu okkar og við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Við reynum bara að ná í sigur í næsta leik - alveg eins og öll önnur liðin í deildinni; hvort sem þau eru á toppnum eða í botninum.” „Við vissum að þetta yrði langt tímabil. Við erum lið með lítinn pening, ungan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Það er ekki ásættanlegt að spila eins og við gerðum í kvöld í eins stórum leik á heimavelli,” sagði Erik ósáttur í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira