Guðni Valur setti Íslandsmet í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Guðni Valur Guðnason. Vísir/E.Stefán ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega. Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira