Aníta: Hjálpa vonandi strákunum eitthvað líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir segir árangur sinn á HM í Peking í Kína í fyrra hafi verið mjög hvetjandi. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir hefur byrjað árið 2016 vel. Á Reykjavíkurleikunum tryggði hún sér farseðilinn á HM í Portland með heimsklassa 800 metra hlaupi og á Stórmóti ÍR um helgina bætti hún sig í 400 metra hlaupi í fyrsta sinn í langan tíma. „Það var léttir fyrir mig að ná þessu því við höfum verið að leggja meiri áherslu á hraða. Það var gott að sjá að það væri að skila sér. Það var langt síðan að ég hafði náð að bæta mig í 400 metrunum þannig að hún var kærkomin. Þetta er mjög jákvætt og gefur mér sjálfstraust," sagði Aníta og þessa dagana er mót um hverja helgi. „Það er mjög flott mót um næstu helgi þegar ég keppi á Norðurlandamótinu í Svíþjóð,“ segir Aníta. Hún fær mikla samkeppni um gullið á NM í ár og fagnar því enda mikil keppnismanneskja.Flott að komast í harða keppni „Þær eru nokkrar á Norðurlöndum svolítið sterkar núna í 800 metra hlaupi og það verður mjög spennandi fyrir mig að keppa við þær. Það er líka flottur undirbúningur fyrir HM í mars að komast í svona harða keppni,“ segir Aníta sem fagnar möguleikanum á að taka þátt í krefjandi og fjölmennu hlaupi. „Þetta er svolítið sem lærist á því að gera það. Það er því mikilvægt að fá slatta af svoleiðis hlaupum,“ segir Aníta. Hún kann vel sig á þessum árstíma og hefur bætt ófá Íslandsmetin á fyrstu mánuðum ársins. „Ég kann mjög vel við þessi innanhússmót og nota þau til að keyra mig í gang,“ segir Aníta en hvort met hennar í 800 metrunum fellur á NM verður þó að koma í ljós eftir tæpa viku. Áður en innanhússtímabilið hófst þá fór Aníta í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. „Við vorum í Suður-Afríku í tvær vikur. Þetta er frábær staður sem er í dálítilli hæð þannig að maður fær örlítið áhrifin af því. Svo er skothelt veður og góður hópur sem fór,“ segir Aníta. Hún var ekki eini 800 metra hlauparinn á svæðinu.Myndaði öðruvísi tengsl „Þetta er mjög vinsæll staður hjá 800 metra hlaupurum þannig að maður hittir allt þetta fólk sem maður sér á mótum. Það myndast líka öðruvísi tengsl þarna þegar við erum að æfa á sama stað miðað við það að hittast í keppni. Ég náði að mynda aðeins kunningjatengsl þarna úti,” segir Aníta sem var himinlifandi með ferðina. „Við fórum líka í fyrra og þetta hefur reynst mjög vel. Það er gaman að vera þarna úti um áramótin og fá að kynnast nýju fólki. Þetta er öðruvísi,“ segir Aníta. Árið 2016 verður stórt hjá þessari öflugu íþróttakonu enda keppir hún bæði á Heimsmeistaramóti innanhúss og Ólympíuleikum. Ólympíusætið var alltaf á dagskrá en datt óvænt inn þegar lágmörk fyrir leikana voru endurskoðuð og breyttust í 2:01,50 mínútur í stað 2:01,00 mínútna. Frábært hlaup Anítu frá því síðasta sumar upp á 2:01,01 mínútur tryggði henni því farseðilinn níu mánuðum fyrir leika. „Ég átti ekkert sérstaklega von á því að það myndi gerast og það var mjög heppilegt og skemmtilegt. Núna er minna stress enda þarf ég ekki lengur að ná lágmarkinu,“ segir Aníta.Hvetjandi reynsla á HM Síðasta ár var lærdómsríkt en hún náði meðal annars tuttugasta besta tímanum í undanrásum á HM í Peking. „Það var mjög hvetjandi reynsla að taka þátt í HM. Það munaði frekar litlu að ég kæmist áfram en það var samt jákvæð reynsla. Ég náði fínu hlaupi þar og hitti allt þetta fólk,“ segir Aníta, en hver eru markmiðin í ár? „Stefnan er alltaf sett á það að bæta sig því það er alltaf skemmtilegast. Það er síðan mjög spennandi að taka þátt í Ólympíuleikunum," segir Aníta. Hún er ánægð með aðstöðuna á Íslandi sem og með æfingafélagana. „Það er þéttur hópur núna sem æfir 800 metra hlaup. Þetta eru reyndar mikið strákar sem ég æfi með en það eru að koma upp margar sterkar stelpur . Strákarnir keyra mig áfram en ég vona líka að ég hjálpi eitthvað líka til þar,“ segir Aníta létt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir hefur byrjað árið 2016 vel. Á Reykjavíkurleikunum tryggði hún sér farseðilinn á HM í Portland með heimsklassa 800 metra hlaupi og á Stórmóti ÍR um helgina bætti hún sig í 400 metra hlaupi í fyrsta sinn í langan tíma. „Það var léttir fyrir mig að ná þessu því við höfum verið að leggja meiri áherslu á hraða. Það var gott að sjá að það væri að skila sér. Það var langt síðan að ég hafði náð að bæta mig í 400 metrunum þannig að hún var kærkomin. Þetta er mjög jákvætt og gefur mér sjálfstraust," sagði Aníta og þessa dagana er mót um hverja helgi. „Það er mjög flott mót um næstu helgi þegar ég keppi á Norðurlandamótinu í Svíþjóð,“ segir Aníta. Hún fær mikla samkeppni um gullið á NM í ár og fagnar því enda mikil keppnismanneskja.Flott að komast í harða keppni „Þær eru nokkrar á Norðurlöndum svolítið sterkar núna í 800 metra hlaupi og það verður mjög spennandi fyrir mig að keppa við þær. Það er líka flottur undirbúningur fyrir HM í mars að komast í svona harða keppni,“ segir Aníta sem fagnar möguleikanum á að taka þátt í krefjandi og fjölmennu hlaupi. „Þetta er svolítið sem lærist á því að gera það. Það er því mikilvægt að fá slatta af svoleiðis hlaupum,“ segir Aníta. Hún kann vel sig á þessum árstíma og hefur bætt ófá Íslandsmetin á fyrstu mánuðum ársins. „Ég kann mjög vel við þessi innanhússmót og nota þau til að keyra mig í gang,“ segir Aníta en hvort met hennar í 800 metrunum fellur á NM verður þó að koma í ljós eftir tæpa viku. Áður en innanhússtímabilið hófst þá fór Aníta í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. „Við vorum í Suður-Afríku í tvær vikur. Þetta er frábær staður sem er í dálítilli hæð þannig að maður fær örlítið áhrifin af því. Svo er skothelt veður og góður hópur sem fór,“ segir Aníta. Hún var ekki eini 800 metra hlauparinn á svæðinu.Myndaði öðruvísi tengsl „Þetta er mjög vinsæll staður hjá 800 metra hlaupurum þannig að maður hittir allt þetta fólk sem maður sér á mótum. Það myndast líka öðruvísi tengsl þarna þegar við erum að æfa á sama stað miðað við það að hittast í keppni. Ég náði að mynda aðeins kunningjatengsl þarna úti,” segir Aníta sem var himinlifandi með ferðina. „Við fórum líka í fyrra og þetta hefur reynst mjög vel. Það er gaman að vera þarna úti um áramótin og fá að kynnast nýju fólki. Þetta er öðruvísi,“ segir Aníta. Árið 2016 verður stórt hjá þessari öflugu íþróttakonu enda keppir hún bæði á Heimsmeistaramóti innanhúss og Ólympíuleikum. Ólympíusætið var alltaf á dagskrá en datt óvænt inn þegar lágmörk fyrir leikana voru endurskoðuð og breyttust í 2:01,50 mínútur í stað 2:01,00 mínútna. Frábært hlaup Anítu frá því síðasta sumar upp á 2:01,01 mínútur tryggði henni því farseðilinn níu mánuðum fyrir leika. „Ég átti ekkert sérstaklega von á því að það myndi gerast og það var mjög heppilegt og skemmtilegt. Núna er minna stress enda þarf ég ekki lengur að ná lágmarkinu,“ segir Aníta.Hvetjandi reynsla á HM Síðasta ár var lærdómsríkt en hún náði meðal annars tuttugasta besta tímanum í undanrásum á HM í Peking. „Það var mjög hvetjandi reynsla að taka þátt í HM. Það munaði frekar litlu að ég kæmist áfram en það var samt jákvæð reynsla. Ég náði fínu hlaupi þar og hitti allt þetta fólk,“ segir Aníta, en hver eru markmiðin í ár? „Stefnan er alltaf sett á það að bæta sig því það er alltaf skemmtilegast. Það er síðan mjög spennandi að taka þátt í Ólympíuleikunum," segir Aníta. Hún er ánægð með aðstöðuna á Íslandi sem og með æfingafélagana. „Það er þéttur hópur núna sem æfir 800 metra hlaup. Þetta eru reyndar mikið strákar sem ég æfi með en það eru að koma upp margar sterkar stelpur . Strákarnir keyra mig áfram en ég vona líka að ég hjálpi eitthvað líka til þar,“ segir Aníta létt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira