Ferrari seldist á 4,6 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:59 Ferrari 335S bíllinn. Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent
Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent