Bíó og sjónvarp

Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir

Birgir Olgeirsson skrifar
Leonardo DiCaprio er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Revenant og mun fá eina gjafakörfu.
Leonardo DiCaprio er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Revenant og mun fá eina gjafakörfu. Vísir/Getty
Þeir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár munu venju samkvæmt fá veglega gjafakörfu þegar hátíðin fer fram. Að þessu sinni er andvirði hverrar körfu um 200 þúsund dollarar, sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna, en á meðal þess sem er að finna í hverri körfu er 10 daga ferð til Ísrael, kynlífstæki og fegrunaraðgerð. Andvirði körfunnar í fyrra var um 15 milljónir króna.

Það er fyrirtækið Distinctive Assets sem setur saman þessar gjafakörfur en um er að ræða samstarf við önnur fyrirtæki sem vonast til að koma sér á framfæri á kostnað þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna.

Karfan í ár inniheldur meðal annars óheftan aðgang að Audi-bílaleigubílum, 15 daga gönguferð um Japan, laser-aðgerð sem ætlað er að þétta húð, lífstíðarbirgðir af húðkremum frá Lizora og Haze Dual V3 rafrettu.

Þær leikkonur sem tilnefndar eru munu fá gjafabréf í brjóstafegrunarmeðferð sem nefnist Vampire Breast Lift. Sá sem stendur að baki þessarar aðgerðar lofa fegurri brjóstum með því að draga blóð úr viðskiptavinum sínum og bera það á brjóstin þeirra, og er þetta sagt ein heitasta fegrunaraðgerðin í Hollywood um þessar mundir. Þá munu gjafakörfurnar fyrir leikkonurnar innihalda hjálpartæki ástarlífsins.

Óskarsverðlaunin verða afhent í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×