Fyrsta forval á morgun: Spennan magnast í Bandaríkjunum Birta Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2016 12:51 Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32
Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21
Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent