„Nær allt fór úrskeiðis við síðustu einkavæðingu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Valgerður Sverrisdóttir handsalar sölu á Búnaðarbankanum. Geir H. Haarde og Ólafur Ólafsson fylgjast spenntir með. Fréttablaðið/GVA „Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“ Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira