Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 10:15 Guðjón Guðmundsson og Aron Kristjánsson. Vísir Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira