Bíó og sjónvarp

Star Wars VIII frestað til jóla 2017

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Lucasfilm
Framleiðendur Star Wars myndanna hafa ákveðið að fresta Star WarsEpisode VIII um nokkra mánuði. Til stóð að sýna myndina þann 7. júlí 2017 en frumsýningin hefur nú verið færð til 15. desember.

Tökur hefjast í London í næsta mánuði. Leikstjórinn Rian Johnson mun taka við af J.JAbrams og skrifa og leikstýra myndinni.

Við getum þó huggað okkur við það að á meðan við bíðum eftir Episode VIII verður Rouge OneA Star Wars Story frumsýnd þann 16. desember á næsta ári.

Samkvæmt frétt Variety var frumsýningu Disney myndarinnar Pirates of the CaribbeanDead Men Tell No Tales flýtt frá júlí 2017 til maí.


Tengdar fréttir

Star Wars: Hver er Rey?

Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×