Umfjöllun og viðtöl: FSu - Stjarnan 81-94 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2016 21:15 Justin Shouse var frábær í kvöld. Vísir/vilhelm Stjarnan vann þriðja leikinn í röð í Dominos-deild karla árið 2016 þegar Stjarnan vann góðan útisigur á FSu, 94-81, á Selfossi í kvöld. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar; tveimur stigum á eftir KR og Keflavík sem eru á toppnum, en Keflavík á leik til góða. Frábær fyrsti leikhluti var lykillinn að sigri Stjörnunnar, en þeir unnu hann 25-10. Eftir það héldu þeir forystunni allan leikinn og lokatölur urðu eins og fyrr segir þrettán stiga sigur Stjörnunnar, 94-81. Stjörnumenn byrjuðu frábærlega og komust í 12-0. Þá hélt undirritaður og eflaust fleiri að bikarmeistararnir væru að fara í góðan göngutúr í garðinum, en annað kom á daginn. Woods skoraði fyrstu stig FSu eftir rúman þrjár og hálfa mínútu og það fylgdu nokkur stig í kjölfarið. Varnarleikur Stjörnunnar var virkilega góður; öflug pressuvörn sem setti heimamenn oft í vandræði sem þeir náðu illa eða bara alls ekki að leysa úr. Stjörnumenn héldu góðri forystu út allan leikhlutann og unnu hann með fimmtán stigum; 25-10 og áhorfendum í stúkunnni leist ekki á blikuna. Það var hins vegar allt, allt annað að sjá til heimamanna í öðrum leikhluta. Þeir breyttu stöðunni úr 10-27 í 24-27 og allt í einu vorum við komin með spennandi leik í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskólinn á Selfossi. Heimamenn fóru að finna Woods undir körfunni og hann fór að hitta auk þess sem nokkrir aðrir lögðu hönd á plög. Justin Shouse var frábær í liði Stjörnunnar og hann var ein af helstu ástæðum þess að Stjarnan leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 46-35. Þeir stigu aftur á bensíngjöfina í síðari hluta annars leikhluta; hertu vörnina, spiluðu betri vörn og Shouse hitti þgar hann vildi. Ellefu stiga munur í hálfleik og sá munur alls ekki óbrúanlegur fyrir heimamenn myndu þeir spila áfram eins og þeir gerðu í upphafi annars leikhluta. Þriðji leikhluti var frekar jafn, en FSu byrjaði hægt og rólega að minnka muninn. Þeir voru búnir að minnka muninn í fimm stig, 48-43, en þá tók Stjörnuvélin aftur sig og kom sig aðeins frá heimamönnum. Á tímapunkti voru heimamenn örlítið of æstir - brutu óskynsamlega af sér þegar Stjörnumenn voru komnir í vítabónus og staðan 67-61 fyrir Stjörnuna þegar einungis einn leikhluti var eftir. Heimamönnum vantaði herslumuninn til að koma sér inn í leikinn. Þeir náðu mest að minnka muninn í fjögur stig í síðasta leikhlutanum, en nær komust þeir ekki og Stjörnumenn með hásetann Justin Shouse i farabroddi unnu að lokum góðan ellefu stiga sigur, 94-81. Varnarleikurinn góður hjá Stjörnunni; þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum og hann lagði algjöran grunn að þessum sigri. Risastór sigur hjá Stjörnunni sem var án Marvins Valdimarssonar og Ágústar Angantýssonar, tveggja mikilvægra leikmanna. Aðrir leikmenn stigu upp og um algjöran liðsheildarsigur að ræða hjá þeim bláklæddu úr Garðabæ. Justin Shouse var magnaður í liði Stjörnunnar. Hann skoraði 33 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann stýrði liði Stjörnunnar virkilega vel, en Tómas Heiðar Tómasson var einnig frábær. Hann skoraði 20 stig, tók eitt fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Sjö leikmenn skoruðu sex stig eða meira. Hjá heimamönnum í FSu var það Chris Woods sem fyrr sem stóð upp úr. Hann skoraði 30 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næstur kom Hlynur Hreinsson með nítján stig, en hann átti afar góðan leik. Hann gaf einnig fjórar stoseðndingar og tók fimm fráköst. FSu er í bullandi vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar, en þeir eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Þetta var hins vegar þriðji sigur Stjörnunnar í deildinni á árinu 2016 (unnu KR, Tindastól og nú FSu) og eru þeir í þriðja sæti deildarinnar tveimur stigum frá toppsætunum. Stjörnumenn á flugi.FSu-Stjarnan 81-94 (10-25, 25-21, 26-21, 20-27)FSu: Christopher Woods 30/17 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 19/5 fráköst, Cristopher Caird 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 5, Þórarinn Friðriksson 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Arnþór Tryggvason 2.Stjarnan: Justin Shouse 33/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 20, Sæmundur Valdimarsson 11/9 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/12 fráköst, Al'lonzo Coleman 8/14 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 6.Hrafn: Hrokafullir ef við myndum ekki ganga héðan út glaðir „Ég var mjög ánægður með þetta. Við komum hingað án Marvins og Ágústar, án þess að það hafi verið einhver afsökun. Við erum með stráka sem finnst að þeir eigi að spila meira og þeir fengu að spila,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Við byrjuðum frábærlega og þegar þeir komu til baka þá fannst mér þetta vera eitthvað sérstakt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta voru þeir komnir með eina liðsvillu og það gerði þeim auðveldara fyrir,” en var Hrafn þar af leiðandi ósáttur með dómgæsluna? „Nei. Ég er bara ósáttur við hvernig ég og við brugðumst við. Þetta er bara þannig að dómararnir sjá. Maður er keppnismaður og réttlætiskenndin er alltaf skökk þegar maður er að keppa þannig maður þarf að haga sér.” Byrjun Stjörnunnar var frábær og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Þeir komust í 12-0 og staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-10. Hrafn segir að skiljanlega hafi það hjálpað mikið til. „Byrjunin og geta kannski alltaf bent á hvað við vorum að gera þá, til dæmis afhverju vorum við ekki að gera það áfram eins og við gerðum þá og svo framvegis,” sagði Hrafn og bætti við: „Síðan þegar misstum Coleman útaf þá kom Sæmundur með stór framlag og Tómas Þórður var frábær í fjórða leikhluta eftir að hafa verið mikið meiddur. Ég held við værum ekkert annað en hrokafullir ef við myndum ekki ganga héðan út bara glaðir.” Stjarnan byrjar árið 2016 virkilega vel. Þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni, þar á meðal stjörnuprýdd lið KR og Tindastóls. Hrafn segir að næst bíði efiður leikur gegn ÍR: „Það er aðeins meiri stöðugleiki núna. Hvert einasta verkefni er erfitt í þessari deild af mismunandi ástæðum. Það kemur ÍR lið næst sem er á góðri siglingu og við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni. Þannig það er strax mikið verkefni og það er mikilvægt fyrir okkur að klára það,” sagði Hrafn í samtali við Vísi í leikslok.Hlynur Hreinsson: Þeir fengu ódýrar villur, sérstaklega Shouse „Það er klárlega byrjunin sem gerir út um þetta. Þeir komust í 10-0, en svo fannst mér við bara spila vel,” sagði Hlynur Hreinsson, einn af ungu piltunum í liði FSu, við Vísi eftir tapið í kvöld. Hlynur átti flottan leik fyrir FSu í kvöld. Hann skoraði nítján stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn með fimm villur eftir brot á Justin Shouse. „Það er erfitt að vera alltaf að elta, sérstaklega gegn eins reyndu liði og Stjarnan er með. Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega baráttulega séð,” sagði Hlynur sem sagði Stjörnumenn hafa tuðað í dómurunum. „Síðan byrjuðu þeir að væla í dómurunum og ég held að það hafi smá áhrif á þá. Þeir fengu ódýrar villur, sérstaklega Justin Shouse, en síðan hugsaði maður kannski aðeins seinna að þetta var villa. Æ, ég veit það ekki. FSu steinlá fyrir ÍR í síðustu umferð og það var ljóst að liðið þyrfti að rífa sig upp úr þeirri djúpu holu sem þeir voru búnir að grafa sig í. Byrjunin í þessum leik hjálpaði ekki til. „Hræðilegur leikur síðast. Það var bara einstaklingsfram og þess vegna reyndum við að hreyfa aðeins boltann í kvöld og spila saman sem lið. Ef við höldum þessu áfram þá sé ég ekki hvernig við ættum ekki að vinna nokkra leiki.” Selfyssingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Þeir eru í fallsæti í bullandi fallbárattu. Hvernig lítur þetta út fyrir Hlyn? „Þannig,” sagði beinskeyttur Hlynur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stjarnan vann þriðja leikinn í röð í Dominos-deild karla árið 2016 þegar Stjarnan vann góðan útisigur á FSu, 94-81, á Selfossi í kvöld. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar; tveimur stigum á eftir KR og Keflavík sem eru á toppnum, en Keflavík á leik til góða. Frábær fyrsti leikhluti var lykillinn að sigri Stjörnunnar, en þeir unnu hann 25-10. Eftir það héldu þeir forystunni allan leikinn og lokatölur urðu eins og fyrr segir þrettán stiga sigur Stjörnunnar, 94-81. Stjörnumenn byrjuðu frábærlega og komust í 12-0. Þá hélt undirritaður og eflaust fleiri að bikarmeistararnir væru að fara í góðan göngutúr í garðinum, en annað kom á daginn. Woods skoraði fyrstu stig FSu eftir rúman þrjár og hálfa mínútu og það fylgdu nokkur stig í kjölfarið. Varnarleikur Stjörnunnar var virkilega góður; öflug pressuvörn sem setti heimamenn oft í vandræði sem þeir náðu illa eða bara alls ekki að leysa úr. Stjörnumenn héldu góðri forystu út allan leikhlutann og unnu hann með fimmtán stigum; 25-10 og áhorfendum í stúkunnni leist ekki á blikuna. Það var hins vegar allt, allt annað að sjá til heimamanna í öðrum leikhluta. Þeir breyttu stöðunni úr 10-27 í 24-27 og allt í einu vorum við komin með spennandi leik í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskólinn á Selfossi. Heimamenn fóru að finna Woods undir körfunni og hann fór að hitta auk þess sem nokkrir aðrir lögðu hönd á plög. Justin Shouse var frábær í liði Stjörnunnar og hann var ein af helstu ástæðum þess að Stjarnan leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 46-35. Þeir stigu aftur á bensíngjöfina í síðari hluta annars leikhluta; hertu vörnina, spiluðu betri vörn og Shouse hitti þgar hann vildi. Ellefu stiga munur í hálfleik og sá munur alls ekki óbrúanlegur fyrir heimamenn myndu þeir spila áfram eins og þeir gerðu í upphafi annars leikhluta. Þriðji leikhluti var frekar jafn, en FSu byrjaði hægt og rólega að minnka muninn. Þeir voru búnir að minnka muninn í fimm stig, 48-43, en þá tók Stjörnuvélin aftur sig og kom sig aðeins frá heimamönnum. Á tímapunkti voru heimamenn örlítið of æstir - brutu óskynsamlega af sér þegar Stjörnumenn voru komnir í vítabónus og staðan 67-61 fyrir Stjörnuna þegar einungis einn leikhluti var eftir. Heimamönnum vantaði herslumuninn til að koma sér inn í leikinn. Þeir náðu mest að minnka muninn í fjögur stig í síðasta leikhlutanum, en nær komust þeir ekki og Stjörnumenn með hásetann Justin Shouse i farabroddi unnu að lokum góðan ellefu stiga sigur, 94-81. Varnarleikurinn góður hjá Stjörnunni; þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum og hann lagði algjöran grunn að þessum sigri. Risastór sigur hjá Stjörnunni sem var án Marvins Valdimarssonar og Ágústar Angantýssonar, tveggja mikilvægra leikmanna. Aðrir leikmenn stigu upp og um algjöran liðsheildarsigur að ræða hjá þeim bláklæddu úr Garðabæ. Justin Shouse var magnaður í liði Stjörnunnar. Hann skoraði 33 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann stýrði liði Stjörnunnar virkilega vel, en Tómas Heiðar Tómasson var einnig frábær. Hann skoraði 20 stig, tók eitt fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Sjö leikmenn skoruðu sex stig eða meira. Hjá heimamönnum í FSu var það Chris Woods sem fyrr sem stóð upp úr. Hann skoraði 30 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næstur kom Hlynur Hreinsson með nítján stig, en hann átti afar góðan leik. Hann gaf einnig fjórar stoseðndingar og tók fimm fráköst. FSu er í bullandi vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar, en þeir eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Þetta var hins vegar þriðji sigur Stjörnunnar í deildinni á árinu 2016 (unnu KR, Tindastól og nú FSu) og eru þeir í þriðja sæti deildarinnar tveimur stigum frá toppsætunum. Stjörnumenn á flugi.FSu-Stjarnan 81-94 (10-25, 25-21, 26-21, 20-27)FSu: Christopher Woods 30/17 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 19/5 fráköst, Cristopher Caird 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 5, Þórarinn Friðriksson 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Arnþór Tryggvason 2.Stjarnan: Justin Shouse 33/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 20, Sæmundur Valdimarsson 11/9 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/12 fráköst, Al'lonzo Coleman 8/14 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 6.Hrafn: Hrokafullir ef við myndum ekki ganga héðan út glaðir „Ég var mjög ánægður með þetta. Við komum hingað án Marvins og Ágústar, án þess að það hafi verið einhver afsökun. Við erum með stráka sem finnst að þeir eigi að spila meira og þeir fengu að spila,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Við byrjuðum frábærlega og þegar þeir komu til baka þá fannst mér þetta vera eitthvað sérstakt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta voru þeir komnir með eina liðsvillu og það gerði þeim auðveldara fyrir,” en var Hrafn þar af leiðandi ósáttur með dómgæsluna? „Nei. Ég er bara ósáttur við hvernig ég og við brugðumst við. Þetta er bara þannig að dómararnir sjá. Maður er keppnismaður og réttlætiskenndin er alltaf skökk þegar maður er að keppa þannig maður þarf að haga sér.” Byrjun Stjörnunnar var frábær og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Þeir komust í 12-0 og staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-10. Hrafn segir að skiljanlega hafi það hjálpað mikið til. „Byrjunin og geta kannski alltaf bent á hvað við vorum að gera þá, til dæmis afhverju vorum við ekki að gera það áfram eins og við gerðum þá og svo framvegis,” sagði Hrafn og bætti við: „Síðan þegar misstum Coleman útaf þá kom Sæmundur með stór framlag og Tómas Þórður var frábær í fjórða leikhluta eftir að hafa verið mikið meiddur. Ég held við værum ekkert annað en hrokafullir ef við myndum ekki ganga héðan út bara glaðir.” Stjarnan byrjar árið 2016 virkilega vel. Þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni, þar á meðal stjörnuprýdd lið KR og Tindastóls. Hrafn segir að næst bíði efiður leikur gegn ÍR: „Það er aðeins meiri stöðugleiki núna. Hvert einasta verkefni er erfitt í þessari deild af mismunandi ástæðum. Það kemur ÍR lið næst sem er á góðri siglingu og við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni. Þannig það er strax mikið verkefni og það er mikilvægt fyrir okkur að klára það,” sagði Hrafn í samtali við Vísi í leikslok.Hlynur Hreinsson: Þeir fengu ódýrar villur, sérstaklega Shouse „Það er klárlega byrjunin sem gerir út um þetta. Þeir komust í 10-0, en svo fannst mér við bara spila vel,” sagði Hlynur Hreinsson, einn af ungu piltunum í liði FSu, við Vísi eftir tapið í kvöld. Hlynur átti flottan leik fyrir FSu í kvöld. Hann skoraði nítján stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn með fimm villur eftir brot á Justin Shouse. „Það er erfitt að vera alltaf að elta, sérstaklega gegn eins reyndu liði og Stjarnan er með. Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega baráttulega séð,” sagði Hlynur sem sagði Stjörnumenn hafa tuðað í dómurunum. „Síðan byrjuðu þeir að væla í dómurunum og ég held að það hafi smá áhrif á þá. Þeir fengu ódýrar villur, sérstaklega Justin Shouse, en síðan hugsaði maður kannski aðeins seinna að þetta var villa. Æ, ég veit það ekki. FSu steinlá fyrir ÍR í síðustu umferð og það var ljóst að liðið þyrfti að rífa sig upp úr þeirri djúpu holu sem þeir voru búnir að grafa sig í. Byrjunin í þessum leik hjálpaði ekki til. „Hræðilegur leikur síðast. Það var bara einstaklingsfram og þess vegna reyndum við að hreyfa aðeins boltann í kvöld og spila saman sem lið. Ef við höldum þessu áfram þá sé ég ekki hvernig við ættum ekki að vinna nokkra leiki.” Selfyssingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Þeir eru í fallsæti í bullandi fallbárattu. Hvernig lítur þetta út fyrir Hlyn? „Þannig,” sagði beinskeyttur Hlynur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira