„Til Íslands, sem þorði er aðrir þögðu“ Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun