Hefur ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist Guðrún Ansnes skrifar 23. janúar 2016 09:00 Guðmundur segist vel tilbúinn til að bregða sér af bæ verði honum boðið á verðlaunaafhendinguna. Vísir/Stefán „Ef ég segi bara alveg eins og er, þá veit ég ekki alveg hvernig þetta fór svona,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem á dögunum fékk ansi óvæntar fréttir þess efnis að hann væri tilnefndur til National Film verðlaunanna, í flokki bestu aðalleikara ársins. Fer hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Chasing Robert Parker, eftir brasilíska leikstjórann Daniel Florêncio, sem er framleidd af hinu íslenska fyrirtæki Pegasus. Þess ber jafnframt að geta að myndin er sömuleiðis tilnefnd til verðlauna í flokki hasarmynda og keppir til dæmis við Star Wars: The force awakens. Má með sanni segja að Guðmundur sé þar í ansi góðum félagsskap og keppir við ekki ómerkari leiklistarkanónur en til dæmis þá Daniel Craig, Colin Farrell, Colin Firth, Tom Hardy og Simon Pegg, sem eiga það sameiginlegt að vera meðal frægustu leikara heims. „Ég veit ég stóð mig vel í myndinni, en við erum enn að reyna að ráða þessa stórbrotnu ráðgátu um hvernig myndin rataði í þessa keppni. Enginn okkar kannast við að hafa sent inn tilnefningu, en einhvers staðar komst einhver í myndina og hefur komið henni að í forvalinu,“ útskýrir Guðmundur og er bersýnilega furðu lostinn, enda ekki skrítið, myndin hefur hvergi verið sýnd annars staðar en á RFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi nú í haust. „Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd, og það er eins og yfirleitt með frumraunir á borð við þessa, að hún hefur ekkert farið í kvikmyndahús, heldur aðeins verið reynt að koma henni að á hátíðum,“ bendir Guðmundur á, og segir leikstjórann ekki síður hissa. „Nú erum við bara að reyna að finna út úr þessu, ég fékk þessar fréttir bara í fyrradag nánast í sömu andrá og ég steig á svið, svo það hefur tekið mig dálítinn tíma að átta mig á þessu raunverulega.“ Hann segist jafnframt hafa farið í það að finna út hverslags verðlaun þetta væru, enda hafði hann ekki heyrt af þeim áður, og kom upp úr kafinu að um væri að ræða stórmál. Hann segir ekkert komið á hreint varðandi neitt, en segist glaður vilja mæta á svæðið þegar hlutirnir komi betur í ljós, og að sjálfsögðu væri um heilmikinn heiður að ræða. „Ef okkur verður boðið, þá mætir maður auðvitað,“ segir hann glaður í bragði. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ef ég segi bara alveg eins og er, þá veit ég ekki alveg hvernig þetta fór svona,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem á dögunum fékk ansi óvæntar fréttir þess efnis að hann væri tilnefndur til National Film verðlaunanna, í flokki bestu aðalleikara ársins. Fer hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Chasing Robert Parker, eftir brasilíska leikstjórann Daniel Florêncio, sem er framleidd af hinu íslenska fyrirtæki Pegasus. Þess ber jafnframt að geta að myndin er sömuleiðis tilnefnd til verðlauna í flokki hasarmynda og keppir til dæmis við Star Wars: The force awakens. Má með sanni segja að Guðmundur sé þar í ansi góðum félagsskap og keppir við ekki ómerkari leiklistarkanónur en til dæmis þá Daniel Craig, Colin Farrell, Colin Firth, Tom Hardy og Simon Pegg, sem eiga það sameiginlegt að vera meðal frægustu leikara heims. „Ég veit ég stóð mig vel í myndinni, en við erum enn að reyna að ráða þessa stórbrotnu ráðgátu um hvernig myndin rataði í þessa keppni. Enginn okkar kannast við að hafa sent inn tilnefningu, en einhvers staðar komst einhver í myndina og hefur komið henni að í forvalinu,“ útskýrir Guðmundur og er bersýnilega furðu lostinn, enda ekki skrítið, myndin hefur hvergi verið sýnd annars staðar en á RFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi nú í haust. „Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd, og það er eins og yfirleitt með frumraunir á borð við þessa, að hún hefur ekkert farið í kvikmyndahús, heldur aðeins verið reynt að koma henni að á hátíðum,“ bendir Guðmundur á, og segir leikstjórann ekki síður hissa. „Nú erum við bara að reyna að finna út úr þessu, ég fékk þessar fréttir bara í fyrradag nánast í sömu andrá og ég steig á svið, svo það hefur tekið mig dálítinn tíma að átta mig á þessu raunverulega.“ Hann segist jafnframt hafa farið í það að finna út hverslags verðlaun þetta væru, enda hafði hann ekki heyrt af þeim áður, og kom upp úr kafinu að um væri að ræða stórmál. Hann segir ekkert komið á hreint varðandi neitt, en segist glaður vilja mæta á svæðið þegar hlutirnir komi betur í ljós, og að sjálfsögðu væri um heilmikinn heiður að ræða. „Ef okkur verður boðið, þá mætir maður auðvitað,“ segir hann glaður í bragði. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp