Aðgerðir strax í þágu barna Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Fyrr í vikunni kynnti UNICEF á Íslandi skýrslu um lífskjör íslenskra barna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að hlutfall íslenskra barna sem býr við skort hefur tvöfaldast. Hér eru grafalvarlegar upplýsingar á ferð sem verður að setja í samhengi. Bornir eru saman tveir tímapunktar – árið 2009 og árið 2014. Kannanir sem þessar eru ekki gerðar með reglubundnum hætti og þess vegna ekki gott að átta sig á því hvort breytingar hafi átt sér stað síðan 2014 og þá í hvaða veru. Ákvarðanir og vilji stjórnvalda á hverjum tíma hafa áhrif á kjör barna. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur og vaxtabætur verið lækkaðar, matarskattur verið hækkaður, örorkubætur ekki hækkaðar til samræmis við kjör á vinnumarkaði. Allar þessar ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf og kjör íslenskra barna. Þegar svo alvarlegar tölur koma í ljós hlýtur það að vera skýlaus krafa að stjórnvöld leggi fram skýra áætlun um að ráðast gegn skorti og fátækt í lífi barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða að börn líði skort. Ekki undir nokkrum kringumstæðum og allra síst rík þjóð. Auk þess að leggja fram slíka áætlun verður ekki við annað unað en að sambærilegar kannanir verði gerðar ár hvert líkt og UNICEF á Íslandi hefur lagt áherslu á. Með því móti geta stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, byggt sínar ákvarðanir á traustari grunni öllum börnum til heilla. Það er ekki bragur að því að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líða skort fjölgar eins og kemur fram í skýrslunni. Jöfnuður er sannarlega mikilvægt markmið í samfélaginu og verður sífellt meira aðkallandi í heiminum öllum að stemma stigu við misrétti og ójöfnuði hvar sem það birtist. Þegar börn eru annars vegar verður að grípa í taumana og hefja aðgerðir tafarlaust. Hagur allra barna er á ábyrgð samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti UNICEF á Íslandi skýrslu um lífskjör íslenskra barna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að hlutfall íslenskra barna sem býr við skort hefur tvöfaldast. Hér eru grafalvarlegar upplýsingar á ferð sem verður að setja í samhengi. Bornir eru saman tveir tímapunktar – árið 2009 og árið 2014. Kannanir sem þessar eru ekki gerðar með reglubundnum hætti og þess vegna ekki gott að átta sig á því hvort breytingar hafi átt sér stað síðan 2014 og þá í hvaða veru. Ákvarðanir og vilji stjórnvalda á hverjum tíma hafa áhrif á kjör barna. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur og vaxtabætur verið lækkaðar, matarskattur verið hækkaður, örorkubætur ekki hækkaðar til samræmis við kjör á vinnumarkaði. Allar þessar ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf og kjör íslenskra barna. Þegar svo alvarlegar tölur koma í ljós hlýtur það að vera skýlaus krafa að stjórnvöld leggi fram skýra áætlun um að ráðast gegn skorti og fátækt í lífi barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða að börn líði skort. Ekki undir nokkrum kringumstæðum og allra síst rík þjóð. Auk þess að leggja fram slíka áætlun verður ekki við annað unað en að sambærilegar kannanir verði gerðar ár hvert líkt og UNICEF á Íslandi hefur lagt áherslu á. Með því móti geta stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, byggt sínar ákvarðanir á traustari grunni öllum börnum til heilla. Það er ekki bragur að því að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líða skort fjölgar eins og kemur fram í skýrslunni. Jöfnuður er sannarlega mikilvægt markmið í samfélaginu og verður sífellt meira aðkallandi í heiminum öllum að stemma stigu við misrétti og ójöfnuði hvar sem það birtist. Þegar börn eru annars vegar verður að grípa í taumana og hefja aðgerðir tafarlaust. Hagur allra barna er á ábyrgð samfélagsins alls.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun