Biðin eftir góðum handboltaleik heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 15:30 Graffík Handball 16 er ekki upp á marga fiska. Mynd/Bigben Til er fólk sem hefur lengi beðið eftir góðum handboltaleik. Skömmu fyrir áramót kom út leikurinn Handball 16 sem framleiddur er af franska fyrirtækinu Bigben Interactive. Nú vill svo til að Handball 16 er ekki góður handboltaleikur, en hann gæti verið skref í rétt átt. Evrópumótið er enn yfirstandandi, þrátt fyrir að Ísland sé úr leik, og mikið að gerast í handboltaheiminum. Markaðurinn fyrir handboltaleiki getur þó varla verið stór og því ólíklegt að stórir framleiðendur væru til í að setja mikla fjármuni í að þróa þá og framleiða. Bigben er ekki stór framleiðandi og greinilegt er að þeir hafi ekki hent fjalli af peningum í þennan leik. Grafíkin er ekki upp á marga fiska og lýsendurnir eru daufir og oft á tíðum eins og einhvers konar símsvari. „Vel gert hjá....Kiel.“ Nöfn á liðum og leikmönnum segja þeir oft í öðrum tóni en aðra hluta setninga. Það eru þó ekki einu gallar leiksins, því miður, en meira um það síðar.Í Handball 16 eru 62 lið í tveimur efstu deildunum í Danmörku, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi og raunverulegir leikmenn (já, Íslendingarnir líka). Þó eru bara þrír leikvangar í leiknum. Hægt er að spila leikinn á netinu, en verið tilbúin til að bíða í þó nokkurn tíma eftir mótherja. Það er einnig hægt að spila einn á einn, á móti tölvunni eða á móti vini með tvær fjarstýringar. Þar að auki er hægt að spila svokallað Career mode, þar sem spilarar búa til leikmann og byggja hann upp sem stórstjörnu. Ekki er hægt að finna neinn stað í leiknum, þar sem farið er yfir hvaða takkar gera hvað og fá sambærilega hjálp um spilun leiksins. Þrátt fyrir það koma þó upp meldingar um hvað einn og einn takki gerir en þrátt fyrir það vaða spilarar áfram í blindni. Handball 16 býður einungis upp á tvö sjónarhorn, sem snúast eftir því hvort liðið er með boltann. Þegar boltinn fer í gólfið skoppar hann lítið sem ekki neitt og baráttan um dauða bolta er stórfurðuleg. Leikmenn standa í hrúgu yfir boltanum þar til einn vinnur, hinir hlaupa af stað áður en sá sem vann beygir sig rólega eftir boltanum og kastar honum til næsta manns. Eftir því sem ég best veit eru tveir takkar sem nota á í vörninni. Sama hvorn takkann ýtt er á þá er alltaf dæmt brot og leikmaðurinn rekinn út af í tvær mínútur. Hreyfanleiki leikmanna er ekki góður og því er vörnin tiltölulega erfið og er besta sóknarbragðið oftast að hlaupa í hringi þar til pláss myndast í varnarlínunni.Tölvugerðir áhorfendur hafa ekki áhuga Ég tók leikinn með mér á FIFA-kvöld með félögum mínum um helgina til að heyra hvað þeir höfðu um leikinn að segja og sjá hvernig hann félli í kramið. Elmar vinur minn virtist fanga eitt það raunverulegasta við leikinn og benti á, í meinhæðni, að áhorfendastúkurnar væru yfirleitt bara hálffullar. Tölvugerðir áhorfendur hafa ekki einu sinni áhuga á að fylgjast með leikjunum. Af miklum ákafa við að fá nafns síns einnig getið í dómnum sagði Aron: „Svo er boltinn alltaf svo skrítinn.“ Segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, en á röngum forsendum. Eftir nokkra spilun voru strákarnir þó sammála um að þrátt fyrir hina fjölmörgu galla gæti leikurinn þó verið skemmtilegur á köflum. Þar að auki verða framleiðendur hans að fá aukastig fyrir viðleitnina, en markaðurinn fyrir handboltaleiki er væntanlega ekki beysinn. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00 Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55 Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00 Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Til er fólk sem hefur lengi beðið eftir góðum handboltaleik. Skömmu fyrir áramót kom út leikurinn Handball 16 sem framleiddur er af franska fyrirtækinu Bigben Interactive. Nú vill svo til að Handball 16 er ekki góður handboltaleikur, en hann gæti verið skref í rétt átt. Evrópumótið er enn yfirstandandi, þrátt fyrir að Ísland sé úr leik, og mikið að gerast í handboltaheiminum. Markaðurinn fyrir handboltaleiki getur þó varla verið stór og því ólíklegt að stórir framleiðendur væru til í að setja mikla fjármuni í að þróa þá og framleiða. Bigben er ekki stór framleiðandi og greinilegt er að þeir hafi ekki hent fjalli af peningum í þennan leik. Grafíkin er ekki upp á marga fiska og lýsendurnir eru daufir og oft á tíðum eins og einhvers konar símsvari. „Vel gert hjá....Kiel.“ Nöfn á liðum og leikmönnum segja þeir oft í öðrum tóni en aðra hluta setninga. Það eru þó ekki einu gallar leiksins, því miður, en meira um það síðar.Í Handball 16 eru 62 lið í tveimur efstu deildunum í Danmörku, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi og raunverulegir leikmenn (já, Íslendingarnir líka). Þó eru bara þrír leikvangar í leiknum. Hægt er að spila leikinn á netinu, en verið tilbúin til að bíða í þó nokkurn tíma eftir mótherja. Það er einnig hægt að spila einn á einn, á móti tölvunni eða á móti vini með tvær fjarstýringar. Þar að auki er hægt að spila svokallað Career mode, þar sem spilarar búa til leikmann og byggja hann upp sem stórstjörnu. Ekki er hægt að finna neinn stað í leiknum, þar sem farið er yfir hvaða takkar gera hvað og fá sambærilega hjálp um spilun leiksins. Þrátt fyrir það koma þó upp meldingar um hvað einn og einn takki gerir en þrátt fyrir það vaða spilarar áfram í blindni. Handball 16 býður einungis upp á tvö sjónarhorn, sem snúast eftir því hvort liðið er með boltann. Þegar boltinn fer í gólfið skoppar hann lítið sem ekki neitt og baráttan um dauða bolta er stórfurðuleg. Leikmenn standa í hrúgu yfir boltanum þar til einn vinnur, hinir hlaupa af stað áður en sá sem vann beygir sig rólega eftir boltanum og kastar honum til næsta manns. Eftir því sem ég best veit eru tveir takkar sem nota á í vörninni. Sama hvorn takkann ýtt er á þá er alltaf dæmt brot og leikmaðurinn rekinn út af í tvær mínútur. Hreyfanleiki leikmanna er ekki góður og því er vörnin tiltölulega erfið og er besta sóknarbragðið oftast að hlaupa í hringi þar til pláss myndast í varnarlínunni.Tölvugerðir áhorfendur hafa ekki áhuga Ég tók leikinn með mér á FIFA-kvöld með félögum mínum um helgina til að heyra hvað þeir höfðu um leikinn að segja og sjá hvernig hann félli í kramið. Elmar vinur minn virtist fanga eitt það raunverulegasta við leikinn og benti á, í meinhæðni, að áhorfendastúkurnar væru yfirleitt bara hálffullar. Tölvugerðir áhorfendur hafa ekki einu sinni áhuga á að fylgjast með leikjunum. Af miklum ákafa við að fá nafns síns einnig getið í dómnum sagði Aron: „Svo er boltinn alltaf svo skrítinn.“ Segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, en á röngum forsendum. Eftir nokkra spilun voru strákarnir þó sammála um að þrátt fyrir hina fjölmörgu galla gæti leikurinn þó verið skemmtilegur á köflum. Þar að auki verða framleiðendur hans að fá aukastig fyrir viðleitnina, en markaðurinn fyrir handboltaleiki er væntanlega ekki beysinn.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Protoss koma til bjargar Sautján ára saga Starcraft er komin að leiðarlokum. 6. desember 2015 10:30 Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00 Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00 Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30 Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00 Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00 Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30 Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55 Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00 Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. 6. janúar 2016 11:00
Jólagjafahandbók GameTíví GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 14. desember 2015 18:00
Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund. 28. nóvember 2015 14:30
Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Fallout 4 er án efa einn af tölvuleikjum ársins. 19. nóvember 2015 10:00
Eins og endalaus hasarmynd Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er svo sem ekki ætlast til þess. 7. janúar 2016 10:00
Leikir ársins 2015 Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. 7. janúar 2016 09:30
Jólagjafahandbók GameTíví - Seinni hluti GameTívídrengirnir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, fara yfir hvaða leiki þeir vildu helst sjá í jólapökkunum. 16. desember 2015 16:55
Frískað upp á slappa seríu Assassins Creed Syndicate er níundi leikurinn í seríunni og flytur hana að nýjum hæðum. 12. nóvember 2015 10:00
Leikirnir sem beðið er eftir Óhætt er að segja að árið lofi góðu og eru margir efnilegir leikir á leiðinni. 15. janúar 2016 08:45