TISA Helga Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2016 16:37 Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun