Fast 8 verður tekin upp á Akranesi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2016 10:38 Vin Diesel mun kannski þeysast um á sementsreitnum á Akranesi í vor. Vísir/Akranes/Universal Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira